Dásamlegir Iittala lampar sem fegra heimilið

höf: maria

-Samstarf-

Ég var að taka í gegn hjá mér stofuna og var svo heppin að fá að gjöf tvo gullfallega Iittala lampa frá Iittala búðinni í kringlunni.

Svo fallegur Nappula 4 arma kertastjakinn upp í hillu.

Lamparnir eru gjörólíkir en eiga það sameiginlegt að gera svo fallega og notalega birtu í stofuna mína.

Koparlitaði lampinn er Leimu lampi 24 cm. Leimu lampinn er í senn nútmímalegur og klassískur og færir huggulegt andrúmsloft inn á heimilið.

Sérhver lampi er munnblásinn í Iittala verksmiðjunni í Finnlandi en lampinn er fáanlegur í þremur stærðum og í þremur fallegum litum: Grey, Copper og Moss Green.

Leimu lampann getið þið fundið hér.

Leimu lampinn er klassískur og færir huggulegt andrúmsloft inn á heimilið.

Hinn lampinn er algjörlega truflaður, hreint listaverk í stofunni. Hann heitir Putki og er hannaður af sænska hönnuðinum Matti Klenell.

Sagan á bakvið lampann er sú að Þjóðminjasafn Svíþjóðar gékk í gegnum umfangsmiklar endurbætur og var opnað aftur fyrir almenningi 2018.

Fjórir sænskir hönnuðir voru beðnir um að hanna rýmið á safninu; húsgögn , lampa og borðbúnað fyrir þekktan og virðulegan veitingastað innan safnsins. 

Einn af þessum hönnuðum var Matti Klenell . Hann hannaði stórt glerlistaverk í gluggakisturnar og var Iittala fengið til að framleiða verkið í glerverksmiðju sinni. 

Þetta var kveikjan að því að Matti Klenell vildi setja lýsingu inn í verkin og úr varð hönnunin á Putki.

Putki lampinn kemur í þremur fallegum litum; Clear, Copper og Dark Grey og eru lamparnir framleiddir í Finnlandi úr munnblásnu gleri.

Putki lampann finnið þið hér og þennan fagra Nappula blómapott eins og myndinni fyrir ofan hér.

Ef þið eigið ferð í Kringluna eða eruð að vafra um vefinn mæli ég með að þið kíkjið inn í Iittala búðina en sjón er sögu ríkari.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here