Franskar Vöfflur

höf: maria

Þegar ég fer í bakarí kaupi ég mér ansi oft franska vöfflu. Franskar vöfflur hafa verið til í bakaríi síðan ég man eftir mér.

Það er bara eitthvað við stökkt ytra lagið og sæta mjúka kremið inn í sem ég fell alveg fyrir.

Hér ákvað ég að gera míni útgáfu af franskri vöfflu en ég hef oft keypt þannig í stórvörumörkuðum og ég held þær séu hafðar þannig á danska mátann.

Ég ákvað að sleppa því að dífa þeim í súkkulaði en ykkur er frjálst að gera það ef þið viljið hafa þær eins og í bakaríum landsins.

Frönsku vöfflurnar er ekki flókið að gera, en þetta er frekar stór uppskrift og því tilvalið að baka til að eiga í frystir og taka út ef gesti ber að garði.

Það dugir alveg að taka þær út eins og 15 mínútum áður en á að bera þær fram.

Franskar Vöfflur

Þegar ég fer í bakarí kaupi ég mér ansi oft franska vöfflu. Franskar vöfflur hafa verið til í bakaríi síðan ég man… Bakstur Franskar Vöfflur European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Deig 

 • 375 gr hveiti 
 • 375 gr mjúkt smjör 
 • 3 msk sykur eða hrásykur
 • 1/2 tsk fínt borðsalt 
 • 1 dl vatn 
 • 1/2 dl rjómi eða nýmjólk 
 • 1 eggjahvíta til penslunar og sykur til að dreifa yfir 

Krem 

 • 200 gr mjúkt smjör 
 • 300 gr flórsykur 
 • 1 eggjarauða 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 1/2 dl rjómi 

Aðferð

Deig 

 1. Setjið öll þurrefni saman í hrærivélarskál með króknum á og hrærið aðeins saman 
 2. Bætið næst við mjúku smjörinu skorið í teninga, vatninu  og rjómanum og hnoðið vel saman þar til er orðið kekkjalaust og glansandi 
 3. Látið standa í kæli í 1 klst og gerið kremið á meðan 

Krem 

 1. Setjið smjör í hrærivélina með þeytaranum á og þeytið þar til er orðið ljóst og loftkennt
 2. Bætið þá flórsykri smátt saman við og hrærið áfram vel saman 
 3. Bætið svo vanilludropum, eggjarauðunni og rjómanum saman við og þeytið vel og lengi þar til kremið er vel loftkennt og í hvítari kantinum

Aðferð við vöfflurnar og samsetning

 1. Fletjið kalt deigið út í þunnan ferning, eins þunnan og þið komist upp með án þess að sjáist í gegn 
 2. Skerið svo hringi út með hringskera eða glasi og teygið svo úr hringnum þannig að hann verði ílangur eins og vöfflurnar á myndinni 
 3. Endurtakið þar til allt deigið er búið og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír 
 4. Stingið göt í deigið með gaffli, penslið með eggjahvítunni og stráið þunnt lag af sykri yfir 
 5. Stingið svo inn í 220 ° C heitann ofninn með blæstri og bakið í 7-8 mínútur og látið kólna á plötunni 
 6. Þegar vöfflurnar hafa kólnað sprautið þá kremi á einn helming í þunni lagi og leggjið svo aðra vöfflu yfir 
 7. Ef þið viljið þá getið þið brætt dökkt súkkulaði og dýft helmingnum út í og látið storkna 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Anna February 6, 2022 - 1:08 pm

*penslið

Svara
maria February 7, 2022 - 10:15 pm

búin að laga haha takk 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here