Ostaslaufur sem bragð er af

höf: maria

Mér finnst alltaf ostaslaufur frekar bragðlausar og langar svo til að finnast þær góðar. Ég ákvað því að taka til minna ráða og gera uppskrift af ostaslaufum sem bragð er af.

Þær eru stútfullar af skinkumyrju, beikonsmurosti og beikonkurli sem gefur þeim aðalbragðið en í deigið ákvað ég að nota truffluolíu og sveppa soðtening.

Ég veit að það kann að hljóma furðulega en mikið voru þær góðar og ég hvet ykkur til að prófa. Ef þið þolið ekki trufflubragð þá getið þið notað bara ólifuolíu í staðinn.

Krakkar eru ekkert mikið fyrir trufflubragð svo endilega notið ólífuolíu í staðinn ef þið eruð að gera þetta fyrir börn. Fyrir ykkur fullorðna þá mæli ég með truffluolíunni.

Þið getið séð hvernig ég geri þessar ostaslaufur inn á Instagram hjá mér með því að ýta hér.

Ást við fyrsta bita

Ostaslaufur sem bragð er af

Mér finnst alltaf ostaslaufur frekar bragðlausar og langar svo til að finnast þær góðar. Ég ákvað því að taka til minna ráða… Bakstur Ostaslaufur sem bragð er af European Prenta
Serves: 10 ostaslaufur Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Ostaslaufudeigið 

  • 350 ml eða 3,5 dl ylvolgt vatn
  • 1 sveppasoð teningur 
  • 2 msk sykur 
  • 20 gr pressuger (fæst í mjólkurkæli í Hagkaup og Fjarðarkaup) 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 
  • 2 msk truffluolía (ég notaði frá Elle Esse úr Hagkaup) ef þið viljið ekki trufflubragð má nota 2 msk ólífulolíu í staðinn eða 1 msk olífuolíu og 1 msk truffluolíu til að fá bara keim
  • 500 gr hveiti 

Fylling 

  • 250 gr beikonkurl 
  • 1 askja af skinkumyrju 
  • 1 askja af beikonsmurosti 
  • Rifinn mozzarella ostur 

Ofan á 

  • 1 msk Birkifræ
  • 2 msk sesamfræ
  • 1 tsk sykur (má sleppa)

Aðferð

Ostaslaufudeigið 

  1. Sjóðið vatn og setjið 1,5 dl af því í skál og setjið sveppasoðteninginn út í og leysið hann upp
  2. Bætið svo 2 dl köldu vatni saman við til að fá rétt hitastig, ásamt sykri og geri og hrærið vel.  Látið standa í 5 mín eða lengur 
  3. Setjið hveiti og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman með hnoðaranum 
  4. Bætið svo gervatninu út í hrærivélarskálina og látið hnoðast 
  5. Bætið svo að lokum olíu saman við og hnoðið þar til deigið hefur hringað sig um krókinn í fallega kúlu
  6. Leggjið viskastykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 1 klst 
  7. Gott er að útbúa fyllinguna meðan deigið hefast 

Fylling

  1. Steikjið beikon kurlið létt í potti 
  2. Bætið svo skinkumyrju og beikonsmurosti saman við beikonið í pottinum og hrærið vel saman 
  3. Leyfið ostunum alveg að bráðna saman við beikonið og passið að allt sé vel blandað saman
  4. Gerið nú fræin sem eiga að fara ofan á með því að hræra birkifræum, sesamfæjum og sykri ef þið notið hann saman

Ostaslaufusamsetning

  1. Þegar deigið hefur hefast setjið þá hveiti á borð og leggjið deigið þar ofan á, setjið ögn af hveiti líka ofan á deigið en ekki hnoða það neitt
  2. Fletjið deigið út í frekar þunnan og jafnan ferning c.a 40x50 cm og smyrjið fyllingunni yfir hann allann 
  3. Brettið næst hliðina af deiginu sem er næst ykkur inn að miðju og svo hina hliðina fjær ykkur inn að miðju á móti hinni. Getið séð aðferðina við það inn á Instagram hjá mér með því að ýta hér
  4. Skerið svo í 10 lengjur og snúið hverri lengju einu sinni fyrir miðju svona eins og þið séuð að skrúfa tappa 
  5. Raðið á bökunarplötu með bökunarpappír á og hitið ofninn á 200 °C blástur 
  6. Leggjið stykki yfir ostaslaufurnar og látið hefast meðan ofninn hitnar eða í um 10 mínútur 
  7. Spreyið svo yfir ostaslaufurnar með vatni og sáldrið fræblöndunni yfir og setjið smá meira í miðjuna á slaufunum 
  8. Bakist í 12-15 mínútur 

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgið mér á Instagram með því að ýta hér og gera follow

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Agnes August 28, 2022 - 11:43 pm

Virkilega góðar. Loksins slaufur sem bragð er að 😊

Svara
maria August 30, 2022 - 6:16 pm

Æðislegt að heyra 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here