Craqueline bollur með brúnum og hvítum Lindor konfekt súkkulaðirjóma

höf: maria

Hér er enn önnur bolluuppskriftin sem ég gerði fyrir bollublað Hagkaupa, Craqueline bollur með brúnum og hvítum Lindorkonfekt súkkulaðirjóma, sem eru hreint út sagt magnaðar.

Hér er í raun bara um hefðbundna vatnsdeigsbollu að ræða sem er búið að poppa upp með því að setja kexdeig með einungis 4 hráefnum ofan á fyrir bakstur.

Það er með ólíkindum hvað það gerir mikið fyrir bolluna en það alveg gjörbreytir bæði áferðinni og bragðinu. Það gerir bolluna meira krispý og eins ögn sætari. Ég elska þessa tegund af bollu.

Fyllingin er síðan eitthvað annað góð, en ég bræddi hvítar og brúnar Lindor konfektkúlur saman við rjóma sem er algjört sælgæti. Jarðarberjasulta er síðan algjört möst með þessu en börn vilja samt oft sleppa sultu.

Ég vann þessa uppskrift upp úr hefðbundnu vatnsdeigsbollunum sem ég gerði uppskrift af hér um árið og hefur verið dásömuð út í eitt. Ekki bara fyrir að vera bragðgóð heldur einnig því hún er svo fáranlega einföld.

Þeir sem hafa reynt að gera vatnsdeigsbollur og mislukkast aftur og aftur hafa getað gert hana leikandi létt, en í hana þarf bara pott og sleif, ekkert annað. Hér getið þið fundið þá uppskrift.

Ég mæli með að þið prófið að gera þessar bollur því þær munu svo sannarlega ekki svíkja ykkur. Það er hægt að leika sér með fyllingu í þær en einnig er gott að nota fyllinguna úr Púnsbollunum ef þið elskið púnsbollur.

Craqueline bollur með brúnum og hvítum Lindorkonfekt súkkulaðirjóma

Hér er enn önnur bolluuppskriftin sem ég gerði fyrir bollublað Hagkaupa, Craqueline bollur með brúnum og hvítum Lindorkonfekt súkkulaðirjóma, sem eru hreint… Bakstur Craqueline bollur með brúnum og hvítum Lindor konfekt súkkulaðirjóma European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Craquelin toppur

  • 100 gr mjúkt smjör
  • 120 gr hveiti
  • 120 gr hrásykur frá Himnesk Hollusta
  • 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar

Vatnsdeigsbolludeig 17 bollur

  • 115 gr smjör (best að vigta á vog)
  • 235 gr vatn (vigtið það á vog)
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • 130 gr hveiti
  • 4 egg

Lindor konfekt rjómi á milli

  • 750 ml af rjóma
  • 150 gr eða 12 Lindor kúlur frá Lindt í rauðu bréfunum
  • 150 gr eða 12 Lindor kúlur frá Lindt úr hvítu súkkulaði
  • 1 msk flórsykur

Aðferð

Craqueline toppur

  1. Setjið allt hráefni saman í skál og hrærið saman með hrærara í hrærivél eða handþeytara
  2. Deigið er fyrst smá eins og mylsna
  3. Takið úr skálinni og hellið á smjörpappa og hnoðið áfram með höndunum þar til það verður slétt og glansandi eins og smákökudeig
  4. Leggjið svo annan smjörpappa yfir og fletjið út í örþunnan ferning
  5. Setjið í kæli eða út á svalir meðan vatnsdeigsbolludeig er búið til

Vatnsdeigsbollurnar

  1. Hitið ofninn á 200 °C blástur
  2. Setjið vatn, salt, sykur og smjör í pott yfir miðlungshita
  3. Hitið saman þar til byrjar að sjóða
  4. Þegar suðan er komin upp setjið þá hveitið út í og hrærið stöðugt í með sleif þar til myndast eins og filma í botninn á pottinum og deigið er orðið vel blandað saman (alveg í eins og 1-3 mín)
  5. Setjið svo deigið til hliðar í 3 mínútur (takið tímann og hafið það áfram í pottinum)
  6. Bætið nú einu eggi út í pottinn og hrærið stöðugt. Fyrst bregður ykkur og haldið að deigið sé að skemmast því það fer allt í sundur en hrærið þar til það er samsett aftur. Hér notið þið bara áfram pottinn og sleif, ekki setja yfir í hrærivél.
  7. Þá er að bæta eggi númer 2 í og þá gerist aftur það sama. Þegar deigið er samsett aftur þá er eggi 3 bætt í og haldið áfram svona þar til öll egginn 4 eru komin út í og deigið oðið jafnt og glansandi 
  8. Mér finnst best að sprauta deiginu á ofnskúffu með bökunarpappa
  9. Þá tek ég plast sprautupoka og klippi frekar stórt gat á pokann en hef engann stút
  10. Svo sprauta ég bollu á skúffuna og passa að hafa ágætt bil á milli næstu bollu
  11. Takið svo Craquelin deigið úr kæli og skerið það með hringskera eða litlu glasi í sömu stærð og bollurnar eru
  12. Leggjið svo hringlaga Craquelin deigið varlega ofan á hverja bollu, þið getið séð hvernig það lítur út hér á IGTV hjá mér
  13. Bakið á 200°C blæstri í 15 mín lækkið þá hitann niður í 190°C í 10 mínútur og slökkvið þá á ofninum og látið bollurnar standa áfram í ofninum í 5 mínútur
  14. Þegar bollurnar eru teknar út látið þær þá alveg í friði ofan á ofnskúffunni þar til þær eru orðnar kaldar þá falla þær ekki og halda lögun sinni

Lindor konfekt rjómi 

  1. Bræðið Lindor kúlur í stitthvoru lagi yfir vatnsbaði, þ.e hvítar sér og brúnar sér
  2. Þeytið rjómann með flórsykrinum og vanilludropum út í
  3. Leyfið brædda súkkulaðinu að kólna án þess að storkna
  4. Skiptið þeytta rjómanum upp í tvennt
  5. Setjið brúna súkkulaði út í annnann helminginn og hrærið varlega saman með sleikju
  6. Gerið svo það sama við hinn helminginn nema notið hvíta súkkulaðið í hann

Bollusamsetning

  1. Skerið bollu í tvennt og setjið jarðarberjasultu á botninn
  2. Setjið næst eitt lag af brúnum súkkulaði rjóma og svo annað lag af hvítsúkkulaði rjóma ofan á það
  3. Setjið svo lokið ofan á og sleppið alveg að setja nokkurn hlut ofan á lokið en það er stökkt og afar bragðgott eins og það kemur fyrir

Verði ykkur að góðu

María

Megið endilega fara hér inn á Instagram og ýta á follow til að fylgja mér.

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here