Bestu vatnsdeigsbollur í heimi

Bakkelsi Bakstur Sætindi
-Samstarf-

Ég er sko ekkert að grínast hér þegar ég segi að þetta séu bestu vatnsdeigsbollur í heimi.

Ég veit ekki hversu oft ég hef bakað bollur sem koma fullkomnar út úr ofninum, en svo púfff, limpast niður þegar þær eru búnar að standa örlitla stund á borði.

Kannist þið við þetta ?

Hin fullkomna bolla á að vera full af lofti og hol að innan svo hún rúmi nóg af sultu og rjóma. Ég get lofað ykkur því að þessi bollu uppskrift er allur pakkinn, og mikið svakalega voru þær góðar.

Að fylla þær með Den Gamle Fabrik sultunum og hinum dásamlega rjóma frá Cremefine gerir bolluna fullkomna. Eins og margir vita þá eru Den Gamle Fabrik sulturnar Rolsinn í sultunum, en þær eru að mínu mati bara bestar.

Cremefine þeyti rjóminn finnst mér síðan fullkominn inn í feita vatnsdeigsbolluna en hann er ekki með eins miklu smjörbragði og hinn hefðbundni rjómi sem mér finnst gera bolluna léttari og ekki eins væmna á bragðið.

Ég lofa að þið verðið ekki svikinn af þessari ofurauðveldu en klikkað góðu bollu uppskrift sem ég loksins náði að gera fullkomna. Það eina sem þið verðið að gera er að fara nákvæmlega upp á gramm eftir uppskriftinni !!

Ekki slumpa eða breyta og bæta, það er alveg bannað.

Í vatnsdeigsbollurnar þarf

Ég fæ 16 bollur úr þessari uppskrift

 • 115 gr smjör
 • 235 gr vatn (vigtið það á vog)
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk sykur
 • 130 gr hveiti
 • 4 egg

Glassúr ofan á:

 • 3dl flórsykur
 • 3 msk kakó
 • vatn eftir því hversu þykkan þið viljið hafa hann en byrjið samt fyrst bara með 1-2 msk og bætið svo við
 • klípa af salti
 • Þessu er öllu hrært saman í skál og þá er glassúrinn til

Aðferð við bollurnar

 1. Setjið vatn, salt, sykur og smjör í pott yfir miðlungshita
 2. Hitið saman þar til byrjar að sjóða
 3. Þegar suðan er komin upp setjið þá hveitið út í og hrærið stöðugt í með sleif þar til myndast eins og filma í botninn á pottinum og deigið er orðið vel blandað saman (alveg í eins og 1-3 mín)
 4. Setjið svo deigið til hliðar í 3 mínútur (takið tímann)
 5. Bætið nú einu eggi út í og hrærið stöðugt. Fyrst bregður ykkur og haldið að deigið sé að skemmast því það fer allt í sundur en hrærið þar til það er samsett aftur
 6. Þá er að bæta eggi númer 2 í og þá gerist aftur það sama. Þegar deigið er samsett aftur þá er eggi 3 bætt í og haldið áfram svona þar til öll egginn 4 eru komin út í
 7. Mér finnst best að sprauta deiginu á ofnskúffu með bökunarpappa
 8. Þá tek ég plast sprautupoka og klippi frekar stórt gat á pokann en hef engann stút
 9. Svo sprauta ég bollu á skúffuna og passa að hafa ágætt bil á milli næstu bollu
 10. Dýfið svo puttanum í vatn og strjúkið yfir geirvörtuna sem myndast ofan á bolluna eða toppinn sem stendur upp þannig að bollan verði flöt ofan á
 11. Penslið svo að lokum með hrærðu eggi
 12. Bakist í 30-35 mínútur á 190 C° blæstri
 13. Þegar bollurnar eru teknar út látið þær þá alveg í friði ofan á ofnskúffunni þar til þær eru orðnar kaldar þá falla þær ekki og halda lögun sinni
 14. Skerið þær svo í sundur og setjið sultu á botninn og rjóma ofan á og lokið
 15. Toppið með súkkulaðiglassúr og eða flórsykri en bæði er rosa gott

Fallegi hvíti kökudiskurinn á myndunum er fullkominn undir bollurnar en hann fæst í Bast í Kringlunni.

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgið mér á Instagram

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest