Nýtt rúm með breytingu sem breytir öllu

höf: maria

Mikael 4 ára guttinn minn er orðin það stór að rúmið sem við keyptum handa honum 2 ára og átti að duga til 6 ára var hreinlega orðið allt of lítið fyrir hann. Getið séð allt um herbergið hans hér.

Ég viðurkenni það að mér fannst alveg smá erfitt að þurfa að kaupa nýtt rúm og vissi ekkert hvað ég átti að velja. Ragnar maðurinn minn hafði séð Brimnes rúmið hjá Ikea og leyst rosa vel á það en mér fannst eitthvað vanta á það.

Ég var því ekkert smá glöð að sjá að það eru til leðurólar sem ég gat notað á skúffurnar til að poppa rúmið aðeins upp og gera það í meira samræmi við herbergið.

Eruð þið að sjá muninn og hvað það er magnað hvað ein pínulítil breyting getur breytt rosa miklu ?? Það þurfti ekki einu sinni að bora ný göt til að láta þetta heppnast !!

Mér finnst þetta æði og rúmið er alveg frábært, því það er hægt að draga það út og gera úr því hjónarúm sem er geggjað þegar systkinin vilja hafa sleepover um helgar.

Oft þarf ekki mikið til til að breyta húsgagni eða hlut. Bara smá hugmyndaflug og að þora að prófa. Hér hefði svo sem ekki mikið getað farið úrskeiðis.

Við erum allavega í skýjunum með þetta og Mikael sefur eins og engill í nýja rúminu sínu.

Þangað til næst

María 

Endilega fylgið mér á Instagram 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here