Geggjað hádegissalat með túnfisk og ólífum

höf: maria

Þetta salat er ekki salat til að borða ofan á brauð heldur svona matarsalat fattiði ? Svona meira eins og kjúklingasalat.

Það er svo ótrúlega gott að meira að segja maðurinn minn sem kallar túnfisk kattarmat elskar það. Salt, sætt, ferskt og rjómakennt er eitthvað sem lýsir bragðinu vel

Salatið er svo ótrúlega einfalt, og fljótlegt að gera, að maður nennir allaf að henda í það.  Það þarf ekkert endilega að vera hádegissalat, heldur má það líka vera sem kvöldmatur, en það er afar matarmikið og mettandi.

Í salatið nota ég kínakál, en það er ákaflega stökkt, milt og rjómakennt á bragðið sem fer afar vel með söltum ólífunum, túnfisknum  og sætu mangóinu.

Það sem má svo alls ekki sleppa eru ristuðu kasjúhneturnar sem gera þetta svaka crunchy og gefur salatinu smóký bragð, afsakið sletturnar þetta hljómar bara svo mikið betur á ensku…….

Geggjað hádegissalat með túnfisk og ólífum

Þetta salat er ekki salat til að borða ofan á brauð heldur svona matarsalat fattiði ? Svona meira eins og kjúklingasalat. Það… Aðalréttir Geggjað hádegissalat með túnfisk og ólífum European Prenta
Serves: 2
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1/2 haus af kínakáli
 • 1/2 krukka af grænum ólífum
 • 1/2 rauð papríka
 • 1 dós túnfiskur
 • 1/2 þroskað mangó
 • 1/2-1 bolli kasjúhnetur
 • 1/2 box piccolotómata
 • 1/2 dl fetaostur
 • 1 dl sýrður rjómi með graslauk, þessi í grænu dollunni
 • Fersk steinselja til skreytingar ef vill en má sleppa

Aðferð

 1. Skerið kálið, papríkuna, tómatana og mangóið niður smátt og setjið í skál
 2. Ristið svo kasjúhneturnar á pönnu og leyfið þeim að dökkna svoldið vel á hliðunum, gefur ferlega gott bragð
 3. Leggið hneturnar til hliðar og kælið í örlitla stund
 4. Setjið næst ólífurnar út á í skálina og fetaostinn, passið að sigta olíuna vel frá fetaostinum
 5. Sigtið næst vel allan safa eða olíu af túnfisknum og tætið yfir salatið í skálinni
 6. Setjið nú hneturnar út á og blandið þessu vel saman
 7. Setjið að lokum sýrða rjómann út á og hrærið vel saman. Sýrði er ekki að fara að gera salatið eins og mayonessalat, heldur er hann meira eins og góð dressing og gefur rosalega gott bragð á salatið svo ekki sleppa honum

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega kíkið á mig á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here