Fullkomnir hafraklattar sem allir elska

höf: maria

-Samstarf-

Mig hefur lengi langað að gera hina fullkomnu hafraklatta eins og fæst í bakaríum og já í Costco á sínum tíma.

Fyrir mér er hinn fullkomni hafraklatti þungur í sér, með stökkri skorpu en rakur og klístraður inn í, með nóg af haframjöli og jú súkkulaði.

Það má með sanni segja að mér hafi loks tekist að hanna hinn fullkomna hafraklatta eins og ég vil hafa hann.

Óhætt er að segja að á mínu heimili slógu þeir rækilega í gegn en 8 manns smökkuðu þá, bæði börn og fullorðnir á öllum aldri og kláruðust 20 stór stykki á núll einni.

Ekki skemmir svo fyrir að klattarnir eru í hollari kantinum og næringarríkir svo að enginn þarf að fá samviskubit af því að borða þá.

Aðalstjarnan í klöttunum er súkkulaði stykki frá Rapunzel sem er fyllt með nougat og guð hvað það gerir mikið fyrir klattana.

Ég held að sykurinn sem ég hafi notað í uppskriftina hafi líka haft mjög mikið með áferðina á klöttunum að gera en ég notaði m.a Rapadura sykurinn frá Rapunzel sem ég nota ansi oft.

Ef þið viljið fá þessa sömu útkomu af klöttunum og ég var með mæli ég með að þið breytið engu í uppskriftinni heldur farið alveg 100 % eftir henni.

Þungir í sér, með stökkri þunnri skorpu, mjúkir, klístraðir og rakir inn í með dásamlegu Nougat súkkulaði frá Rapunzel……..Fullkomið !!

Það sem er svo best af öllu er að klattana er afar auðvelt að gera og þarf ekkert nema skál og sleif til verksins og tekur innan við hálftíma að gera þá í allt.

Fullkomnir hafraklattar sem allir elska

-Samstarf- Mig hefur lengi langað að gera hina fullkomnu hafraklatta eins og fæst í bakaríum og já í Costco á sínum tíma.… Hollusta Fullkomnir hafraklattar sem allir elska European Prenta
Serves: 18-20 stk Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 250 gr brætt smjör 
 • 250 gr eða ein krukka af Mandel Nougat creme frá Rapunzel 
 • 210 gr Rapadura sykur frá Rapunzel 
 • 230 gr hrásykur frá Rapunzel 
 • 3 egg 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 220 gr fínt spelt 
 • 1 tsk salt 
 • 330 gr haframjöl (ekki tröllahafra)
 • 200 gr eða 2 stk Noguat Rapunzel súkkulaði stykki 

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum á 175°C blástur 
 2. Blandið saman bræddu smjöri, nougat kremi og sykrinum í skál og hrærið vel saman með sleif 
 3. Bætið næst eggjunum og vanilludropunum út í ásamt salti og hrærið vel saman 
 4. Bætið svo haframjöli og spelti saman við ásamt smátt skornu súkkulaðinu og hrærið öllu vel saman með sleifinni 
 5. Deigið er blautt og klístrað og þannig á það að vera, ekki bæta spelti né neinu út í það
 6. Hellið svo deiginu á smjörpappír á borði og leggið annan smjörpappír/bökunarpappír yfir og fletjið út í ferning með kökukefli sem er nánast jafn stór bökunarpappanum 
 7. Takið svo efri smjörpappan af og hendið og dragið hinn með deiginu á yfir á bökunarplötu
 8. Stingið í heitan ofninn í 15-18 mínútur (ég hafði mína í 18 mín)
 9. Takið svo úr ofninum og kælið í eins og 20 mínútur áður en þið skerið svo í ferninga á stærð við Poylaroid mynd, megið líka hafa þá minni en þetta er svona bakarís stærð
 10. Fyrst eftir að þeir koma úr ofninum eru hafraklattarnir mjög linir, ekki hafa áhyggjur af því, því þeir stífna við að standa og kólna
 11. Berið fram með kaldri mjólk en þeir eru langbestir þegar þeir hafa alveg fengið að kólna niður og enn betri daginn eftir 

Punktar

Farið alveg 100 % eftir uppskrift og ekki breyta neinu né skipta út hráefnum, þeir voru svo vel lukkaðir svona. Þetta er stór uppskrift svo það er algjör snilld að geyma svona klatta í frystir með smjörpappír á milli hvers klatta. Svo er gott að taka einn og einn út c.a 10-20 mínútum áður en á að borða þá.

Sölustaðir Rapunzel eru Fjarðarkaup, Nettó, Melabúðin og Hagkaup.

Verði ykkur að góðu

María

Verið velkomin að fylgja mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here