Súkkulaðisæla

höf: maria

-Samstarf-

Ég verð að viðurkenna að ég er voða veik fyrir öllu sem inniheldur hafra, eins og hafrakexi, hafraklöttum, hjónabandssælu o.fl.

Hér ákvað ég að prófa eitthvað í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultu setti ég dásamlega súkkulaðismyrju.

Hér er ekkert sem getur klikkað ! Krakkarnir elskuðu þetta enda eru þau lítið fyrir sultu og því eru þessar súkkulasælur alveg tilvaldar fyrir börnin.

Ég notaði heslihnetusmyrju frá So vegan so fine sem er eins og nafnið gefur til kynna vegan. Það er því lítið mál að breyta þessum súkkulaðisælum yfir í 100 % vegan.

Það eina sem þarf að gera er að nota vegan smjör í staðinn fyrir venjulegt og vegan súkkulaði í staðinn fyrir hefðbundið.

Þar sem við erum ekki vegan hér ákvað ég að nota bara þetta hefðbundna og ég er að segja ykkur það að þessar súkkulaðisælur eru geggjað góðar.

Það tók svo fáranlega litla fyrirhöfn og lítinn tíma að gera þessar dýrðarkökur að það er eiginlega smá hættulegt, því þá nennir maður að gera þær aftur og aftur.

Ég held það hafi tekið mig undir 10 mín að henda í þær og það sem betra er, er að eldhúsið fór ekki á hvolf, því maður þarf bara tvær skálar eina skeið og eldfast mót.

Ef þið viljið fylgja mér á Instagram þá getið þið farið inn hér og ýtt á follow. En annars er uppskriftin hér að neðan.

Súkkulaðisæla

-Samstarf- Ég verð að viðurkenna að ég er voða veik fyrir öllu sem inniheldur hafra, eins og hafrakexi, hafraklöttum, hjónabandssælu o.fl. Hér… Bakstur Súkkulaðisæla European Prenta
Serves: 12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 145 gr bráðið smjör 
  • 150 gr púðursykur 
  • 2 tsk vanilludropar 
  • 140 gr hveiti 
  • 100 gr haframjöl (ekki tröllahafra)
  • 1 tsk matarsódi 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 
  • 1 krukka 270 gr súkkulaðihesluhnetusmyrja frá So Vegan so Fine
  • 80 gr súkkulaðidropar 
  • gróft salt til að dreyfa smá yfir 

Aðferð

  1. Byrjið á að hita ofninn á 175 °C blástur 
  2. Takið svo fram 20 x 20 cm ferkantað eldfast mót og setjið álpappír inn í það svo hliðarnar standi upp úr á sitthvorn endanum
  3. Takið svo eina stóra skál og aðra minni og setjið bráðið smjör, púðursykur og vanilludropa í stóru skálina og hrærið vel saman með skeið 
  4. Setjið svo í minni skálina hveitið, haframjölið, matarsódann og saltið og hrærið saman með skeið 
  5. Hellið nú þurrefnunum yfir í stærri skálina og hrærið vel saman 
  6. Takið helminginn af deiginu og þjappið vel ofan í mótið með fingrunum og bakið í ofninum í 10 mínútur 
  7. Takið svo út og setjið súkkulaðismyrjuna strax á botninn, passið að gera það þannig að þið dreifið stórum slettum jafnt yfir allt og leyfið því að standa í smá stund svo það bráðni þá er auðvelt að smyrja því yfir allt án þess að botninn fari í klessu en hann er mjög mjúkur meðan hann er svona heitur
  8. Dreifið svo súkkulaðidropum jafnt yfir smyrjuna og stráið örlitlu grófu salti yfir (bara pínuponsu)
  9. Myljið næst restina af haframylsnunni jafnt yfir allt saman og þjappið örlétt ofan á með skeið, ör ör létt svo það fari ekki allt í klessu 
  10. Bakið svo aftur í akkúrat 15 mínútur og takið svo út og látið kólna í eins og 30 mínútur í forminu
  11. Þá er hægt að taka kökuna upp úr með álpappanum og skera hana en mér finnst hún best þegar hún hefur alveg kólnað og súkkulaðið storknað á milli

Punktar

Ef þið ætlið að nota stærra form en 20 x 20 cm þurfið þið að tvöfalda uppskriftina en hún passar akkurat í þá stærð af móti. Ef þið notið stærra form er hætta á að kakan verði allt of þunn.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here