Böggumix best geymda fegrunarleyndarmál flugfreyjunnar

höf: maria

-Ekki samstarf-

Böggumix, hvar á ég eiginlega bara að byrja ? Jú kannski ég byrji aðeins á að segja ykkur frá þessu geggjaða og góða hnetumixi sem sló svona rækilega í gegn á námskeiði sem ég var á nýlega.

Það var hin fagra Bagga sem mætti með svona alla daga námskeiðsins, sem var bæði afar skemmtilegt en jafnframt krefjandi.

Því var ekkert betra en að fá að stelast í hið orkumikla Böggumix sem var farið að halda hálfum bekknum gangandi.

Bagga er flugfreyja með meiru og afar fögur, ég held að þetta meinholla og orkuríka hnetumix eigi einhvern þátt í fegurð hennar enda stútfullt af hollustu.

Góðar fitur eins og omega 3 og omega 6 fitusýrur spila eflaust þar stórt hlutverk, ásamt c-vítamín og andoxunarríku rúsínunum sem hún notar og sykursætu möndlunum sem gera allt sætara og betra.

Þessi orkuríka blanda er einnig afar saðsöm og maður helst vel og lengi saddur af einni lúku ásamt því að öll frekari sykurlöngun hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Mixið er afar einfalt að gera og það þarf í raun bara 3 hráefni til að blanda saman í Zip it poka eins og hin eina sanna Bagga gerði það.

Í nestið, veskið eða bara til að möndsa á þá er þetta algjör snilld og ég lofa þú munt elska þetta.

Endilega fylgið mér á Instagram með því að fara inn hér og ýta á Follow

Böggumix best geymda fegrunarleyndarmál flugfreyjunnar

-Ekki samstarf- Böggumix, hvar á ég eiginlega bara að byrja ? Jú kannski ég byrji aðeins á að segja ykkur frá þessu… Lítið og létt Böggumix best geymda fegrunarleyndarmál flugfreyjunnar European Prenta
Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 Dúnkur Extra Fancy mixed nuts frá Kirkland úr Costco 
  • 4 pakkar af Sun Maid Sour raisins snack með blueberry og mixed berry bragði eða bara annað hvort (fæst í Bónus m.a)
  • 2 pokar af H-Berg karamellu möndlum (fæst í Bónus og víðar)
  • Þið getið séð mynd af þessu öllu hér að neðan 

Aðferð

  1. Takið góðan zip it poka eða stóra skál og hellið öllu saman 
  2. Hrærið eða hristið vel saman 
  3. Mér finnst rosa gott að skipta þessu svo niður í nokkra poka og eiga fyrir nesti eða í veskið, jafnvel í bílinn 

Í boði Böggu verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here