Hamborgari sem kemur á óvart

höf: maria

-Samstarf-

Hér erum við með hamborgara sem mun koma á óvart !!!

Alba mín er nýfarin að taka upp á því að klígja við kjöti, og tengi ég alveg við það því ég var sjálf þannig sem barn.

Það var bara eitthvað við blóð, sinar, fitu og allt það sem mér klígjaði við og Alba er akkurat þannig líka.

Ég hins vegar er ekki grænmetisæta og borða í dag af og til kjöt þó ég geri ekki mikið af því.

Hér er ég því með hamborgara frá Anamma, sem er kjötlaus og við Alba elskum. Það er svo magnað hvað hann er góður þrátt fyrir að vera úr sojakjöti.

Meira að segja hinar mestu kjötætur á heimilinu finna varla muninn á þessum og venjulegum hamborgara og borða hann af bestu lyst.

Þá á ég við syni mína og eiginmann. Ég mæli með að þú prófir hvort sem þú ert kjötæta eða ekki.

Það er alltaf gott að borða fjölbreytt, og jafnvel minnka endrum og eins kjötát þrátt fyrir að þú sért ekki endilega vegan eða grænmetisæta.

Ég nota Anamma vörurnar oft og reglulega en ég á sem dæmi alltaf til örbylgjupizzuna þeirra í frystir sem er algjör snilld.

Örbylgjupizzan

Ég set þá meiri pizzaost yfir og svo er bara að hita í örbanum í 3 mínútur og hún kemur stökk og góð út. Snilld í hádeginu eða í nestið.

Anamma er einnig með bollur, hakk, snitsel, pizzur, pylsur og margt fleira, allt kjötlaust og Vegan. Það eina sem skiptir máli er að elda þetta rétt og fara eftir leiðbeiningum á umbúðum.

Ég mæli með að þið prófið og sérstaklega ef börnin ykkar eða þið eruð viðkvæm fyrir kjöti einhverra hluta vegna.

Hamborgari sem kemur á óvart

-Samstarf- Hér erum við með hamborgara sem mun koma á óvart !!! Alba mín er nýfarin að taka upp á því að… Lítið og létt Hamborgari sem kemur á óvart European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 pakki af Anamma hamborgurum 
 • 4 hamborgarabrauð (mér finnst kartöflubrauðið best)
 • Eitthvaða gott hamborgarakrydd 
 • Smjörklípa 
 • 4 sneiðar cheddar ostur 
 • Nokkur blöð af lambhagakáli
 • Rauðlaukur 
 • Rauð paprika 
 • Nokkrar gúrkusneiðar 
 • Nokkrar tómatsneiðar
 • Sýrður rjómi með graslauk (þessi með græna miðanum)
 • Tómatsósa 
 • Sætt sinnep ég nota frá Bahncke

Aðferð

 1. Bræðið smá smjör á heitri pönnu 
 2. Hækkið hitann í hæsta og setjið frosna Anamma borgarana út á og kryddið örlítið með hamborgarakryddi (ekki of mikið því þeir eru kryddaðir fyrir)
 3. Lækkið ögn hitann og steikið á annari hliðinni í 5 mínútur (gott að taka tímann). Snúið svo hamborgaranum við og setjið cheddarostsneið ofan á og látið stikna á þessari hlið í aðrar 5 mínútur undir hlemmi svo osturinn bráðni
 4. Skerið niður, tómata, gúrku, papriku og lauk og rífið blöð af lambhagasalati 
 5. Smyrjið svo sýrðum rjóma á neðra brauðið og setjið tómatsósu ofan á og sætt sinnep. Ofan á það setjið þið svo kál, gúrkusneiðar, papriku og tómata og hamborgarann þar ofan á
 6. Mér finnst síðan gott að setja enn meira af sýrðum, tómatsósu og sinnepi ofan á borgarann og loka með efra brauðinu
 7. Fyrir krakka myndi ég bara nota hamborgarasósu eða tómatsósu og það grænmeti sem þeim finnst gott

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here