Síld með heimabökuðu rúgbrauði

höf: maria

-Samstarf-

Þessi tvenna er eitthvað sem þið verðið að prófa á aðventunni. Dásamleg hvítlauks eða karrý síld á heimabökuðu rúgbrauði.

Ég er ekkert að skrökva þegar ég segi að þetta rúgbrauð er bara eitt af því besta sem ég hef smakkað en uppskriftina af því samdi ég fyrir langa löngu.

Það er ekki bara gott heldur líka afar einfalt í bakstri. Það er eitt lykilhráefni sem ég nota og held að geri brauðið svona gott.

Leynihráefnið hér er Melassi (Molasses á ensku) sem gerir brauðið sætt, rakt og dökkt á litinn eins og alvöru rúgbrauð á að vera.

Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög sætt síróp sem verður til þegar sykur er unninn úr sykurreyr, en það fæst alltaf í heilsuhorni verslana eða heilsubúðum.

Hér þarf aðeins skál, desílítramál og sleif til verksins, og svo 35-40 mínútur í ofni og ekkert meira ves.

Síldin sjálf skiptir ekki síður máli þegar maður ætlar að fá sér góða rúgbrauðsneið með síld en bæði síldin og sósan á Abba síldinni er virkilega gott.

Enda kappkostar Abba við að bjóða upp á gæðavöru.

Síðan er ekkert verra að hafa smá sultaðan rauðalauk með og ferskt dill og þá ertu komin með hið fullkomna jóla smørrebrød eða smurðbrauð.

Mæli með þessu á aðventunni og á jólahlaðborðið.

Síld með heimabökuðu rúgbrauði

-Samstarf- Þessi tvenna er eitthvað sem þið verðið að prófa á aðventunni. Dásamleg hvítlauks eða karrý síld á heimabökuðu rúgbrauði. Ég er… Fiskur Síld með heimabökuðu rúgbrauði European Prenta
Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 2 dl rúgmjöl
  • 2 1/2 dl spelt  eða hveiti (gróft eða fínt, þið ráðið eða blandað saman)
  • 1 msk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk salt (fínt borðsalt)
  • 1 dl Melassi, Molasses á ensku (fæst í Fræinu í Fjarðarkaup og heilsuverslunum)
  • 1 dl AB mjólk
  • 1 1/2 dl soðið heitt vatn

Jóla smørrebrød, smurbrauð á góðri íslensku 

  • Sneið af heimabökuðu rúgbrauði 
  • Síld frá Abba með sósu að eigin vali
  • Sultaður rauðlaukur 
  • Ferskt dill 

Aðferð

  1. Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið með sleif
  2. Setjið næst Ab mjólk (ekki hræra strax)
  3. Setjið svo Melassa og sjóðandi heita vatnið saman og hrærið vel í glasi eða lítillri skál svo melassin leysist vel upp
  4. Hellið svo út í þurrefnin og AB mjólkina og hrærið öllu vel saman með sleif. Passið að hæra bara þar til allt er vel blandað saman og reynið að hræra sem allra minnst svo brauðið verði ekki seigt.
  5. Setjið í smurt brauðform
  6. Bakið á 180-190 C°blæstri í 35-40 mínútur
  7. Þegar brauðið á að vera til er gott að stinga ofan í það hníf og ef hann kemur hreinn upp úr er brauðið til.

Punktar

Með þessari uppskrift verður brauðið svona litlar sneiðar en ef þið villjið hafa það stórar sneiðar þá þarf að tvöfalda uppskriftina. Melassan hef ég keypt í Fræinu í Fjarðarkaupum en býst við að hann fáist einnig í Hagkaup og heilsubúðunum.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here