Dásamlegar og ofureinfaldar eftirréttar tartalettur

höf: maria

-Samstarf-

Ég held að flestum detti helst í hug ömmumatur þegar þeir heyra orðið tartalettur, en hver man ekki eftir ömmu gömlu nota afgangshangikjöt með uppstúf í tartalettur ?

Hér hins vegar ætlum við að poppa tartalettur smá upp og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt úr þeim.

Hver segir að tartalettur þurfi eingöngu að vera fylltar með einhverju matarkyns ? Tartelettu skeljar eru í raun loftkennt mylsnukennt smjördeig sem má nota í ýmislegt.

Hér ætla ég að gefa ykkur uppskrift af tvenns konar dásamlegum eftirréttar tartalettum sem munu slá í, gegn ég lofa.

Ekki nóg með það að þær eru guðdómlega góðar heldur er ofureinfalt að gera þær og tekur ekki nema stutta stund. Auk þess er svo gaman að geta boðið upp á eitthvað nýstárlegt.

Sítrónu Tart tartalettur

Hér er um að ræða dásamlega góðar sítrónu tart tartelettur með brenndu eggjahvítukremi, eða marens réttara sagt, sem er svo brennt ögn með brennara.

Til þess að gera það þurfið þið að eiga Creme Bruleé gasbrennara en þeir fást oft ódýrt í matvöruverslunum eins og Hagkaup, mæli 100 % með að fjárfesta í einum slíkum.

Fyllingin í þessum tartalettum er í senn passlega fersk og sæt. Skelin er gerð með dýrindis Luxus tartalettunum frá Humlum.

Súkkulaði Karamellu fylltar tartalettur

Ég ætla líka að gefa ykkur uppskrift af geggjuðum súkkulaði og karamellu tartalettum, þið munið ekki trúa því hversu auðveldar þær eru en þær er hægt að gera á nánast korteri.

Í þær notaði ég minni útgáfuna af tartalettunum frá Humlum, eða þessar hefðbundnu, jafnvægið milli skorpu og fyllingu er fullkomið.

Ég verð að segja að ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á þessum dýrðar tartalettum, og hvet ég ykkur til að prófa að gera þær, helst báðar eða í það minnsta þá sem þér lýst best á.

Til að gera tartelettuna sætari penslaði ég þær með sykurvatni og settí í ofn, við það urðu þær sætar og afar léttar undir tönn.

Ég ætla að leyfa ykkur að njóta nokkura mynda en neðst finnið þið uppkriftina af þessum herlegheitum.

Hver segir að tartalettur þurfi að minna á Ömmu gömlu og vera fylltar með hangikjöti og uppstúf

When life gives you Lemons make something Sweet

Dásamlegar og ofureinfaldar eftirréttar tartalettur

-Samstarf- Ég held að flestum detti helst í hug ömmumatur þegar þeir heyra orðið tartalettur, en hver man ekki eftir ömmu gömlu… Lítið og létt Dásamlegar og ofureinfaldar eftirréttar tartalettur European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Á tartaletturnar nota ég 1/2 dl af sykri blandaðan með 1/2 dl af soðnu vatni sem er látið standa þar til sykur leysist upp, best að byrja á að gera sykurvatnið 

Lemon Tart tartalettur 

  • 1 pakki Luxus Humlum tartalettur 
  • 100 gr nýkreystur sítrónusafi úr ferskum sítrónum (ekki nota úr belg)
  • 2 egg 
  • 1 eggjarauða 
  • 100 gr sykur 
  • Börkur af einni sítrónu 
  • 50 gr smjör 

Eggjahvítukrem (marens)

  • 2 eggjahvítur 
  • 40 gr sykur 
  • 1/4 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftirduft (er það sama)
  • pínu ponsu salt

Súkkulaði og karamellu Tartalettur

Súkkalaði ganache:

  • 1 pakki hefðbundnar Humlum tartalettur 
  • 170 gr dökkt súkkulaði 
  • 120 gr rjómi 
  • 25 gr smjör 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 

Karamellu Ganache:

  • 1x150 gr poki fjólubláar walkers karamellur (ekki súkkulaðihúðaðar)
  • 1/2 dl rjómi 
  • 1 tsk gróft salt 

Aðferð

Lemon Tart tartalettur 

  1. Notið gler eða plastskál til verskins (ekki úr stáli)
  2. Setjiið í skál öll innihaldsefnin, nema smjörið, og hrærið saman með písk. Passið að raspa bara gula partinn af sítrónuberkinum alls ekki hvíta lagið
  3. Setjið skálina svo yfir vatnsbað (þ.e setjið vatn í pott og skálina yfir án þess að botninn á henni snerti vatnið) 
  4. Hitið vatnið yfir ögn hærra en meðalhita og hrærið í sítrónublöndunni allan tímann á meðan þar til hún þykknar í skálinni yfir pottinum á heitri hellunni 
  5. Ég svindlaði smá og byrjaði á að nota handþeytara til verksins í skálina yfir pottinum. Þegar var komin mikil froða skipti ég yfir í písk og pískaði saman þar til blandan er orðin þykk eins og vanillubúðingur á vínabrauði Þetta er gert yfir vatnsbaðinu allann tímann og getur tekið allt að 10 mínútur en passið að píska allan tímann. Verið þolinmóð en oft þegar maður heldur að hún þykkni ekkert kemur það loks allt í einu
  6. Takið svo blönduna þegar hún hefur þykknað og sigtið hana í aðra skál setjið svo smjörið í og hrærið vel saman, varlega samt
  7. Hitið ofninn á 180 C°blástur og penslið tartaletturnar með sykurvatninu sem ég nefni efst 
  8. Hellið svo sítrónublöndunni jafnt í hverja tartalettu og stingið í ofninn í 10 mínútur 
  9. Gerið næst eggjahvítukremið en það er best að gera það rétt áður en á að bera þær fram
  10. Þá eru eggjahvítur, cream of tartar og salt sett í hrærivél og þeytt þar til byrjar að þykkna ögn 
  11. Byrjið þá að setja sykurinn í smápörtum út í eins og 2 msk í einu og þeytið stöðugt á meðan þar til kremið er orðið alveg hvítt og stíft, ættuð að geta hvolft skálinni án þess að það haggist
  12. Þegar tartaletturnar hafa kólnað er kreminu sprautað ofan á og brennt með brennara

Súkkulaði og karamellu Tartalettur

  1. Byrjið á að pennsla tartaletturnar með sykurvatninu hér að ofan 
  2. Setjið þær í 180 C°heitan ofn í 18-10 mín og hafið þær tómar
  3. Brytjið súkkulaðið í bita og setjið smjör með í grunna víða skál 
  4. Hitið nú rjómann með salti í potti alveg upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni 
  5. Hrærið vel saman þar til verður silkimjúkt og glansandi 
  6. Bræðið næst karamellur og rjóma með saltinu saman í potti þar til verður silkimjúkt og glansandi 
  7. Hálffyllið svo hverja tartalettu með súkkulaði ganache og leyfið henni að standa í smá stund 
  8. Setjið karamellu ganache yfir og fyllið tartalettuna alveg upp að brún
  9. Mér finnst best að setja þessar tartalettur í hálftíma í frystir og þá eru þær til, má líka gera fyrir fram og geyma í kæli yfir nótt 

Punktar

Tartaletturnar fást í Bónus, Hagkaup, Melabúðinni og víðar

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgið mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here