Sænskar ryksugur eins og í Ikea

höf: maria

-Samstarf-

Þetta kann að hljóma furðulega, ryksugur !!! Já það er víst nafnið á svona dásemdarmolum eins hefur og fengist í Ikea.

Svona ryksugur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og keypti ég mér alltaf pakka af þeim þegar ég fór í Ikea, nema nú eru það ekki lengur hægt.

Vegna mikils söknuðs ákvað ég að gera svona sjálf og er óhætt að segja að þeir nutu mikillra vinsælda hjá heimilisfólkinu.

Mér hefur alltaf fundist þeir minna mig á kókóskúlur úr bakaríi húðaðar marsípani, og því ákvað ég að hafa fyllinguna þannig.

Það er meira að segja hægt að segja að molarnir séu í hollari kantinum þó þeir séu hitaeiningaríkir, því hér nota ég hráefni sem næring er í og geri allt frá grunni.

Ég reyndi líka að nota sem mest af lífrænt ræktuðu hráefni sem er næringarríkt eins og möndlur, haframjöl, hrásykur og kakó frá MUNA.

Útkoman var lýgilega lík bitunum í Ikea og virkilega góð. Ég mæli með að þið prófið þessa enda vel þess virði.

Sænskar ryksugur eins og í Ikea

-Samstarf- Þetta kann að hljóma furðulega, ryksugur !!! Já það er víst nafnið á svona dásemdarmolum eins hefur og fengist í Ikea.… Hollusta Sænskar ryksugur eins og í Ikea European Prenta
Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Fylling 

  • 125 gr smjör
  • 100 gr MUNA hafrar (ekki trölla)
  • 50 gr MUNA kókósmjöl
  • 75 gr MUNA hrásykur 
  • 30 gr MUNA kakó 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • 1 tsk rommdropar 
  • 1/2 tsk fínt salt

Marsípan utan um

  • 110 gr MUNA hrásykur 
  • 200 gr MUNA möndlur
  • 1 eggjahvíta 
  • pínu salt 
  • 1/2 tsk möndludropar 
  • grænn og gulur matarlitur 

Súkkulaðihúð 

  • 1/2 dl MUNA bragð og lyktarlaus kókósolía 
  • 1/2 dl MUNA kakó 
  • 2,5 msk MUNA agave síróp 

Aðferð

Fylling 

  1. Mýkjið smjörið með því að setja það í örbylgju eins og í 20 sek 
  2. Setjið svo allt saman í skál og hnoðið vel saman eins og þegar eru gerðar kókóskúlur 

Marsípan utan um

  1. Byrjið á að setja hrásykurinn í blender (helst í svona glasi ef þið eigið) og malið þar til verður fínn, næstum eins og flórsykur og leggið til hliðar
  2. Setjið svo möndlur í matvinnsluvél eða blandara og malið þar til eru orðnar að fínu dufti en ekki of lengi samt 
  3. Setjið næst sykurinn og allt hitt hráefnið sem á að fara í marsípanið saman við og blandið þar til er orðið að fínu grænu marsípani

Súkkulaðihúð 

  1. Bræðið olíu með lokinu á undir vatnsbaði og hellið í skál 
  2. Setjið agave og kakó saman við og hrærið vel saman þar til er orðið að silkimjúku súkkulaði og leggjið til hliðar 

Sametning

  1. Breiðið út filmu á brauðbretti og setjið fyllinguna á í lengju, gott er að gera þetta í tveimur til þremur pörtum þ.e setja 1/2 eða 1/3 fyllingu á í einu
  2. Lokið filmunni og rúllið á brettinu þar til verður svona mjó lengja eins og ormur bara smá þykkari 
  3. Fletjið næst út 1/2 eða 1/3 af marsípani (gott er að setja smá spelt eða hveiti undir það svo festist ekki og á kökukeflið líka
  4. Leggjið svo fyllinguna ofan á endann á marsípaninu öðrum megin og rúllið upp þar til marsípanið nær hringinn og skerið þá afgangsmarsípan frá 
  5. Enurtakið þar til fylling og marsípan hafa klárast
  6. Skerið svo í eins og 5 cm bita og dýfið hvorum endanum ofan í súkkulaðið, mér finnst best að byrja á að dýfa öðrum endanum og láta storkna smá og dýfa svo hinum 
  7. Það má líka bræða 70 % súkkulaði í staðinn fyrir að gera súkkulaðið frá grunni og dýfa í ef þið kjósið frekar
  8. Mér finnst síðan best að geyma bitana í frystir eða kælir og borða þá kalda

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here