Dýrðlegt Mexíkó kjúklingalasagna

höf: maria

-Samstarf-

Hér er dýrðlegt Mexíkó kjúklingalasagna sem er afar auðvelt að gera og tekur ekki nema 40 mín í allt frá byrjun til enda.

Borið fram með ofurauðveldu guacamole, sem er gert meðan lasagnað er í ofni, og sýrðum rjóma er fullkomin þrenna.

Ef þú elskar spæsí mat mæli ég með að hafa líka með Tabasco sósu með Habanero bragði en hún er sturlað góð.

Hér nota ég úrbeinaða kjúklingaleggi sem ég geri hakk úr með því að setja þá í matvinnsluvél og trúið mér það er mjög mjög gott.

Ykkur finnst það kannski hljóma skringilega en ég nota þessa aðferð mjög oft, eins og þegar ég geri sem dæmi kjúklingabollur.

Hér nota ég líka vefjur í staðin fyrir lasagna plötur sem styttir eldunartímann til muna. Mér finnst persónulega vefjurnar frá Mission Wraps laaaangbestar.

Hvíta sósan samanstendur af Philadelphia rjómaosti, rifnum cheddar, mozzarella og parmesan osti svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu gott þetta er.

Svo gerði ég sérstaka mexíkókryddblöndu sem passaði fullkomlega með en það má líka alveg nota önnur krydd eftir ykkar smekk.

Dýrðlegt kjúklinga mexíkólasagna

-Samstarf- Hér er dýrðlegt Mexíkó kjúklingalasagna sem er afar auðvelt að gera og tekur ekki nema 40 mín í allt frá byrjun… Aðalréttir Dýrðlegt Mexíkó kjúklingalasagna European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 650-700 gr úrbeinuð læri (ég notaði frá Rose Poultry)
  • 500-520 gr salsasósa (ég notaði frá Mission en þá eru það 2x 260 gr krukkur) fást m.a í Fjarðarkaup og Krónunni 
  • 1/2 dl rjómi 
  • 2 dl maís baunir 
  • 2 vefjur (ég notaði frá Mission wraps með spelti og þær voru rosa góðar í þetta, verða ekki blautar, fást m.a í Krónunni og Fjarðarkaup)
  • Raspaður börkur af einu Lime 
  • 1 dós sýrður rjómi (ég notaði með graslauk þennan í grænu dollunum)
  • 1/2 dl ólífuolía 
  • salt 
  • Rifinn mozzarella 
  • Rifinn cheddar 

Hvít sósa á milli

  • 1/2 dl rjómi 
  • 200 gr eða ein askja af Philadelphia rjómaosti Original 
  • 60 gr parmesan 
  • 50 gr rifinn cheddar 
  • 60 gr rifinn mozzarella 
  • 1/2 tsk timian 
  • 1/2 tsk oregano 

Kryddblanda 

  • 1/2 tsk cayenne 
  • 1 tsk paprika 
  • 1 tsk cumin (ekki kúmen eins og í kringlum)
  • 1 tsk timian 
  • 1/2 tsk svartur pipar 
  • 1 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt)
  • 1 tsk laukduft (onion powder)
  • 1/2 tsk chili powder 
  • 1 tsk oregano 
  • 1 msk púðursykur 
  • salt 

Getið líka notað annað krydd sem passar við Mexíkómat.....í staðinn fyrir kryddblönduna, en oft er mikið af þessum kryddum til í skápnum hjá manni nú þegar sem fer í þessa kryddblöndu !

Aðferð

  1. Byrjið á að gera kyddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum sem fer í hana saman 
  2. Setjið næst úrbeinaða kjúklingaleggi í matvinnsluvél með hnífinn á og ýtið á pulse og maukið þar til er orðið að litlum bitum en ekki of lengi samt því þá verður kjúllinn seigur 
  3. Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið kúklinginn út á og saltið vel yfir og hellið allri kryddblöndunni yfir líka (ykkur gæti fundist hún of mikið en hún er það ekki) 
  4. Leyfið að malla þar til kjúklingurinn er orðin hvítur og hellið þá salsasósu, rjóma og limeberki út á. Passið að raspa bara græna lagið af berkinum, ekki ofan í hvíta. Kveikið nú á ofninum á 190 °C blástur eða 200 °C ekki blástur 
  5. Látið malla í 5-10 mínútur á pönnuni og gerið hvítu sósuna á meðan með því að hræra öllu sem er í henni saman í skál og leggja svo til hliðar 
  6. Setjið næst maísbaunir út á pönnuna hrærið og slökkvið undir og byrjið að raða í eldfast mót 
  7. Fyrst er sett kjúklingasalsað, næst vefja, hvít sósa smurð á vefjuna, aftur kjúklingasalsa, vefja, hvít sósa og að lokum annað lag kjúklingasalsa. Sýður rjómi settur efst ofan á og rifnum mozzarella og cheddar stráð yfir allt og gott að setja smá paprikuduft yfir ostinn 
  8. Bakið í ofninum í 20 mín og berið fram með guacamole sem þið finnið uppskrift af hér og sýrðum rjóma

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here