Mexikóskar limekjötbollur með ananassalsa og guacamole

höf: maria

Eins og ég hef svo oft komið inn á þá er ég frekar óþolinmóð í eldhúsinu, sem og víðar, og eiga flóknar uppskriftir með miklu umstangi ekki vel við mig.

Ég vil bara að hlutirnir gerist hratt, að undirbúningur og allt vesen sé í lágmarki, og að útkoman sé glimrandi góð. Ég held að það sé alveg óhætt að lofa því að þessar frábæru kjötbollur uppfylli allar þessar væntingar mínar.

Þær eru ofureinfaldar að útbúa og bragðast svo frábærlega vel, en þær eru í senn bragðmiklar og ferskar.

Limebörkurinn sem raspaður er út í hakkið gerir einhverja töfra, (honum má alls ekki sleppa), sem svo blandast dásamlega með fersku ananassalsanu og Guacamolinu.

Þær þarf ekki að steikja á pönnu, haldast frábærlega vel saman og eru skemmtilegar að gera með krökkunum. Fyrir utan að allir elska þær, jafnt börn sem fullorðnir. Hvað er hægt að biðja um meira ??

Það er algjört möst að gera allt sem tilheyrir uppskriftinni. Bollurnar einar og sér eru ekki nærri jafn góðar eins og þegar helt er yfir þær safanum af salsanu og svo borið fram með guacamole og salsa. Því má alls ekki sleppa !!

Þessar bollur bara verðið þið að prufa.  Ég hef haft þær jafnt í helgarmat sem og virka daga. Þær eru líka góðar daginn eftir og til að taka með í nesti. Berið fram með cous cous eða grjónum.

Mexikóskar limekjötbollur með ananassalsa og guacamole

Eins og ég hef svo oft komið inn á þá er ég frekar óþolinmóð í eldhúsinu, sem og víðar, og eiga flóknar… Matur Mexikóskar limekjötbollur með ananassalsa og guacamole European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Í bollurnar þarf:

 • 500 gr grísahakk og 500 gr nautahakk (trúið mér þær eru bestar þannig, en einnig má nota bara grísa eða bara nautahakk)
 • 1 dl haframjöl
 • 1 msk laukduft
 • 1 msk hvítlauksduft (ath ekki með salti)
 • 2 msk tómatssósa
 • 2 msk sojasósa
 • 1 egg
 • Börkur af tveimur lime ávöxtum

Ananassalsa með tómötum og vorlauk

 • c.a 25 stk góða rauða litla tómata (má vera kirsuberja, heilsu, picadillo eða hvað þeir allir kallast)
 • 1 dós Del monte ananas í bitum og safinn með
 • Safi úr 1/2 lime
 • 4 vorlaukar
 • 2 msk ólífuolía
 • 5-10 dropar tabasco sósa
 • salt og pipar
 • 1 msk agave síróp, hlynsíróp eða önnur sæta

Einfalt og ferskt Guacamole

 • 1 stórt eða 2 lítil avócado
 • 1 rauðan ferskan belgpipar
 • salt og pipar
 • limesafa ef vill
 1.  

Aðferð

Bollur:

 1. Hitið ofninn á 190 C°
 2. Byrjið á að setja báðar tegundirnar af hakkinu saman í skál og blandið varlega saman með höndunum. Passa að hnoða ekki mikið.
 3. Setjið næst haframjöl, hvítlauks og laukduft út á.
 4. Setjið næst sósurnar og eggið og raspið limebörkinn út á. (Passið að nota bara þetta græna, alls ekki raspa niður í hvíta lagið)
 5. Hnoðið því næst öllu varlega saman þar til allt er jafnt blandað en reynið að komast af með að hnoða sem minnst svo bollurnar verði ekki seigar.
 6. Mótið næst meðalstórar bollur eða svona svipaða stærð og sænskar kjötbollur og raðið á bökunarplötu klædda smjörpappír.
 7. Bakist svo á 190 C°hita í 25 mínútur.
 8. Byrjið svo næst á að gera salsað og guacamolið á meðan bollurnar malla í ofninum.

Ananassalsa :

 1. Skerið allt frekar smátt í salsað
 2. Tómatana sker ég í tvennt en restina reyni ég að hafa frekar smátt
 3. Hellið svo safa, tabasco og olíu út á og saltið og piprið eftir smekk
 4. Setjið svo sætuna að lokum og smakkið til
 5. Athugið að það er mikill safi á salsanu og þannig á það vera 

Guacamole:

 1. Skerið belgpiparinn í tvennt og fræhreinsið ef þið viljið ekki loga í munninum.Skerið hann svo næst í örsmáa bita
 2. Stappið avócadóið með gaffli en mér finnst það ekki þurfa að vera alveg maukað, finnst gott að hafa það gróft
 3. Hrærið næst þessu tvennu saman og saltið og piprið eftir smekk
 4. Setjið nokkra dropa af limesafa ef vill

Punktar

Þegar ég ber fram bollurnar finnst mér best að setja allt á diskinn og veiða svo safann upp úr salsanu til að dreyfa yfir bollurnar. Þannig er rétturinn lang lang bestur !!

Verði ykkur að góðu elskurnar

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

We Wear Glam February 10, 2018 - 4:35 pm

Loved it . Definitely trying this at home ♥️???

Svara
maria February 11, 2018 - 11:36 am

Do you want me to send you the recipe translated hun ?? 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd