Auðveldasta lasagna í heimi

Aðalréttir Kjöt Matur Pasta

Já sáuð þið hvað stóð ?? Auðveldasta lasagna í heimi !!! Trúið þið því ekki ?? Ég skal sko sanna það fyrir ykkur !

Þegar ég og Raggi maðurinn minn byrjuðum að vera saman var hann ekki lengi að tilkynna mér það að Lasagna væri hans uppáhaldmatur. Ekki nóg með það heldur líka að mamma hans gerði allra besta Lasagna sem hann hefði smakkað. Ég man ég hugsaði bara FXXK. Skiljið þið mig ??

Ég sem þurfti á þessum tímapunkti í sambandinu að ganga í augun á nýja manninum mínum, lenti í því að þurfa að elda einn af þeim réttum sem ég bara gjörsamlega hataði að gera.

Ástæðan fyrir því að ég þoldi ekki að gera Lasagna, var að mér fannst það bara svo rosalega tímafrekt. Það fór allt á hvolf í eldhúsinu, og matur sem þarf svona mikið nostur er bara ekki minn bolli af te.

Ég vil hafa matinn sem ég borða bragðgóðann, en jafnframt einfaldan í framkvæmd og sem tekur sem stystan tíma að gera með sem minnstu dútleríi. Ég er bæði allt of óþolinmóð og bráðlát til að gera uppskriftir sem þarfnast mikillar ástúðar og kærleika. Mætti kannski kalla þær þurfandi ef ég ætti að persónugera þær haha.

Þarna voru góð ráð dýr.  Þar sem ég hef aldrei verið þekkt fyrir að drepast ráðalaus, ákvað ég að reyna að gera uppskrift af Lasagna sem væri bæði betri en Lasagnað hjá mömmu hans Ragga, og sem væri líka fáranlega auðvelt að elda. Og vitir menn það tókst !!

Raggi vill meina að þetta sé besta Lasagna sem hann hefur smakkað. Hann sannar mál sitt iðulega með þvi að borða hálft fatið af Lasagninu algjörlega einn. Fyrir mitt leyti þá tekur það svo fáranlega stuttan tíma og litla fyrirhöfn að gera, að ég nenni að skella í það hvenær sem er.

Það er svo fáranlega auðvelt og það sem er best við það er að eldhúsið fer ekki á hvolf. Það eina sem verður skítugt er blenderinn, skeið og panna….

Thats it !!

Það þarf ekki einu sinni að skera niður hráefnin. Og það sem er best, er að það er búið til frá grunni úr, 100 % fersku hráefni og grænmeti. Enginn krukkusósa né drasl. Ef þið prófið þetta ekki þá eruð þið bara klikk, nei segi svona.

Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift mína og þið munuð sannfærast. Ekki láta lengdina á hráefnislistanum hræða ykkur. Þetta er oftast það sem við eigum inn í skápunum. Þó aðferðarútskýringinn virðist löng þá er þetta súper einfalt.

Ég lofa !!!!

Í Lasagnað þarf

 • 1 græna papríku
 • 1 lauk
 • 4 hvítlauksgeira eða 1 geiralausann hvítlauk
 • 1 dós af niðursoðnum tómötum (chopped tomatoes)
 • 1 lítil dós tómatpúrra
 • 1 msk agavesíróp eða önnur sæta (hunang, hlynsíróp, sykur eða hvaða sæta sem þið kjósið)
 • 1 tsk af þurrkuðum kryddjurtum eins og basil, oregano, timian og annað sem þið kjósið, allt frjálst.(Ég nota allt þetta saman)
 • 1 tsk af hvítlauksdufti (ekki hvítlaukssalt)
 • 1 tsk af laukdufti
 • 1 tsk papríkuduft
 • 1 nautakjötsteningur
 • Múskat (val en gefur fáranlega gott bragð)
 • 500 gr nautahakk
 • stór dós kotasæla
 • 1 poki rifinn ostur (Moazzarella er bestur)
 • Lasagnaplötur að eigin vali úr kassa. Ég nota bara þær sem mér finnst bestar hverju sinni. Stundum með eggjum, stundum heilhveiti eða spelt og oft hefðbundnar.
 • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í græna boxinu)

Aðferð

 • Byrjið á að steikja hakkið á pönnu og saltið og piprið. Ef þið viljið getið þið líka kryddað það með örlítið af oregano, timian og papríkudufti. Meðan hakkið er á pönnunni byrjið þá á sósunni.
 • Afhýðið lauk og fræhreinsið papríkuna og skerið bæði lauk og papríku í tvennt.
 • Setjið næst allt eftirfarandi í blandara: Lauk, papríku, hvítlauk, dósatómata, púrru, 1 tsk af öllu þessu, oregano, timian, paprikudufti, laukdufti og hvítlauksdufti. 1 Nautasoðstening og 1 msk agave/sætu.
 • Setjið klípu af salti og pipar og maukið í drasl
 • Hellið svo sósunni úr blandaranum, út á hakkið, og leyfið því að malla saman í 10 mínútur á pönnunni.
 • Næst er svo byrjað að raða upp í eldfasta mótið
 • Setjið hakksósu neðst í botninn, í þunnu lagi, og svo þurrar Lasagnaplötur ofan á hakkið
 • Smyrjið svo þunnu kotasælu lagi ofan á plöturnar og stráið smá Múskati yfir
 • Setjið svo aftur hakksósu ofan á kotasæluna, plötur ofan á og svo kotasælu, múskat og hakk að lokum þar ofan á
 • Mér finnst gott að hafa 2 lög af plötum
 • Setjið svo sýrða rjómann yfir hakkið, mér finnst best að hræra hann aðeins upp í dósinni og smyrja hann yfir allt hakkið í þunnu lagi. það er allt í lagi þó hann blandist inn í hakkið
 • Að lokum er svo rifna ostinum stráð yfir og gott er að setja smá papríkuduft yfir ostinn

Eldið á 200 C°undirhita eða blæstri í 35 mínútur.

(Ef þið notið undirhitann eru minni líkur á að osturinn brenni. Ég nota báðar aðferðirnar en osturinn verður dekkri ef notaður er blástur og okkur finnst það vera gott)

Það er algjört möst að eiga Parmesan til að raspa yfir og bera fram með góðu salati og jafnvel hvítlauksbrauði. Ég er handviss um að ef þið gerið þessa uppskrift einu sinni, eigið þið eftir að koma til með að gera hana aftur og aftur og aftur…………

En verði ykkur að góðu elskurnar

María 

 

 

 

 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

 • Þórunn April 27, 2018

  Hæ Maria var að prufa þennan rétt var mjög ánægð , mjög bragðgóður ? Vonandi kemur þú með fleiri góða rétti bíð spennt ?

  • maria May 3, 2018

   Takk fyrir það 🙂

   Já ég er alltaf að setja inn rétti af og til og nú þegar eru nokkrir góðir réttir inni. Endilega kíktu á þá og prófaðu, þeir eru sko ekki síðri en þetta lasagna 🙂

   kv María

Leave a Reply

Pin It on Pinterest