Ofureinfaldar súkkulaðibita bananamuffins

höf: maria

-samstarf-

Eitt af því sem ég á alltaf til eru bananar, þeir hins vegar eiga það oft til að verða svartir hjá mér ef það er ekki mikill bananaáhugi þá stundina.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0304-759x1024.jpg

Þá annað hvort frysti ég þá eða geri gott bananabrauð eða muffins úr þeim, enda svo auðvelt og gott og hollt til að eiga fyrir börnin.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0299-683x1024.jpg

Þessar bananamuffins eru klárlega í hollari kantinum en hér nota ég spelt, hrásykur, haframjöl og ólífuolíu sem gerir þær dásamlega mjúkar.

Svo er bara svo einfalt að gera þær með krökkunum sem elska að fá að vera með að baka þær, og hvað þá borða þær.

Það eru valhnetur í þeim en ef krakkarnir vilja alls ekki hafa þær má líka sleppa þeim. Einnig má gera brauð í brauðformi í stað muffins úr þessari uppskrift en þá þarf bara að baka það ögn lengur.

Mér finnst þessar muffins æðislega góðar einar og sér og einnig með smjöri og osti, ég veit það kann að hljóma furðulega en ég hvet ykkur til þess að prófa það.

Ég reyndar viðurkenni að ég er frekar viðkvæm fyrir því að fá bananaklessu í kökurnar mínar og því kýs ég að í stað þess að stappa banananana þá set ég þá í blandara.

Þannig verða þeir alveg maukaðir og meira eins og vökvi en í bitum, bragðið verður samt sem áður til staðar og kökurnar verður enn mýkri við að nota þá aðferð.

Það má samt alveg líka stappa bananana ef þið kjósið það frekar en krökkunum finnst ofsa gaman að fá að gera það.

Það er nú stundum þannig að sumt myndefni er bara svo fallegt að ég get hreinlega ekki hætt að taka myndir og tek því allt of margar.

Nú ætla ég bara að leyfa myndefninu að njóta sín en uppskriftina er að finna hérna neðst á síðunni.

Ofurljúffengar
Og svo fallegar
Namm !!
Líka sniðugt að frysta og eiga
Góðar með kaffinu
Eða ískaldri mjólk

Ég notaði að sjálfsögðu allt sem ég gat notað frá MUNA en þær vörur eru svo góðar og vænar við budduna þrátt fyrir að vera lífrænt ræktaðar.

Ofureinfaldar súkkulaðibita bananamuffins

-samstarf- Eitt af því sem ég á alltaf til eru bananar, þeir hins vegar eiga það oft til að verða svartir hjá… Hollusta Ofureinfaldar súkkulaðibita bananamuffins European Prenta
Serves: 12 muffins Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 250 gr fínt spelt (ég notaði frá MUNA)
  • 2 dl grófir hafrar frá MUNA 
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft 
  • 1 tsk matarsódi 
  • 30 gr MUNA valhnetur (má sleppa)
  • 1/2 dl MUNA ólífuolía 
  • 200 gr MUNA hrásykur 
  • 1 egg 
  • 3 vel þroskaðir bananar 
  • 1 1/2 dl grísk jógúrt 
  • 100 gr dökkir súkkulaðidropar eða smátt skorið 70 % súkkulaði 

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180 °C hita með blæstri (190 °C ef þið eruð ekki með blástursofn)
  2. Byrjið á að taka eina stóra skál og setja í hana hveiti, lyftitduft, matarsóda, haframjöl, salt og valhnetur 
  3. Takið svo aðra minni skál og setjið í hana eggið og sykurinn, notið bara písk til að hræra hratt saman egg og sykur, þar til er orðið létt og ljóst
  4. Setjið svo olíuna út í eggin og grísku jógúrtina og pískið áfram þar til er orðið enn ljósara og smá þykkt
  5. Setjið næst bananana í blandara og maukið alveg eða stappið þá vel með gaffli (mér finnst miklu betra að setja í blandara)
  6. Bætið þeim svo út í skálina með því blauta og hrærið vel saman 
  7. Setjið næst súkkulaðidropana saman við hveitið og hrærið vel saman áður en það blauta fer saman við
  8. Hellið nú úr skálinni með eggjunum og því blauta yfir í þurrefnaskálina og hrærið saman með sleif en eins lítið og þið komist upp með svo muffins kökurnar verði ekki seigar
  9. Skiptið næst deiginu milli 12 muffins forma en ég mæli með að eiga álform til að hafa undir pappaforminn og spreyja pappaforminn að innan með bökunarspreyi eins og PAM eða öðru
  10. Bakið svo í 20-25 mínútur en gott er að stinga prjón í miðja köku eftir 20 mín og ef hún er ekki alveg til þá leyfa þeim að bakast í 5 mín í viðbót 
  11. Það má líka setja deigið í brauðform og gera brauð í stað muffins en þá spreyja ég það líka með bökunarspreyi fyrst og baka í 45-50 mín 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here