Steikt grjón með kjúkling og eggi Kínastæl

höf: maria

-Samstarf-

Ég elska asískan mat…..núðlur, djúpsteiktar rækjur og steikt hrísgrjón eru mínir uppáhaldsréttir sem dæmi.

Steikt grjón er ekkert ósvipað núðlum nema í stað þess að nota núðlur notar maður grjón. Best er að nota Jasmín eða Basmati grjón og sem eru orðin köld.

Réttinn er afar einfalt að gera og svo tilvalin þegar maður á mikinn afgang af grjónum sem gerist allt of oft hjá mér.

Ef þið eigið ekki afgangsgrjón er tilvalið að sjóða bara ný grjón en mikilvægt er að láta þau kólna áður en þau eru steikt á pönnuni.

Mér fannst grjónin frá River passa fullkomlega hér og notaði ég Jasmín grjónin frá þeim.

Steikt grjón með kjúkling og eggi Kínastæl

-Samstarf- Ég elska asískan mat…..núðlur, djúpsteiktar rækjur og steikt hrísgrjón eru mínir uppáhaldsréttir sem dæmi. Steikt grjón er ekkert ósvipað núðlum nema… Aðalréttir Steikt grjón með kjúkling og eggi Kínastæl European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 400 gr ósoðin Jasmín grjón frá River
 • 850 ml vatn 
 • salt 
 • 6 vorlaukar 
 • 4 egg 
 • 2 msk sojasósa 
 • 1 msk ostrusósa 
 • 1 msk sesamolía
 • 2 msk ólífuolía 
 • 2 kjúklingabringur 
 • salt og pipar 
 • sesamfræ 

Aðferð

 1. Byrjið á að sjóða 400 gr grjón í 850 ml af vatni og saltið vel. Ef þið eigið til köld tilbúin grjón þá notið þið 4 bolla af þeim eða 750 gr 
 2. Skerið niður vorlaukinn á ská og hafið líka græna partinn uppi með 
 3. Brjótið eggin í skál og pískið þau saman og setjið til hliðar
 4. Skerið næst bringurnar í smáa bita og hitið ólífuolíuna á pönnu 
 5. Steikið bringurnar upp úr olíunni og saltið og piprið 
 6. Þegar bringurnar eru til takið þær af og leggið til hliðar 
 7. Setjið sesamolíu á pönnuna án þess að þvo á milli og hellið svo egginu út í hana og hrærið í þeim á pönnuni 
 8. Þegar eggin eru hálftilbúin bætið þá grjónunum saman við á pönnuna og hrærið vel saman
 9. Setjið svo soja og ostursósuna út á ásamt bringunum og vorlauknum og hrærið vel saman og hitið bara í smástund þá er rétturinn tilbúin
 10. Þegar rétturinn er til er gott að setja sesamfræ út á og klippa efsta lagið af vorlauk niður og dreifa yfir 

Punktar

Mikilvægt er að nota ekki heit nýsoðin grjón í réttinn, best er að nota afgangsgrjón eða sjóða ný og láta þau þá kólna áður en þau eru steikt.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here