Heimabakað brauð með stökkri hvítlauks og rósmarínskorpu og þeyttu öskusmjöri

höf: maria

Þetta brauð klikkar aldrei. Stökk skorpa og dúnmjúkt brauð með dásamlegu þeyttu smjöri með öskusalti.

Brauðið gerði ég fyrir Hátíðarblað Morgunblaðsins og fór það alveg geggjað vel með súpuni góðu sem þið getið fundið uppskrift af hér.

Villisveppa Koníakssúpa með Truffluolíu sem algjörlega bræddi hjörtu, bæði matgæðinga og þeirra matvöndu svo ég held að hér geti ekkert klikkað.

Mæli með að hafa þetta þrennt saman, þ.e súpuna, brauðið og smjörið.

Heimabakað brauð með stökkri hvítlauks og rósmarínskorpu

Þetta brauð klikkar aldrei. Stökk skorpa og dúnmjúkt brauð með dásamlegu þeyttu smjöri með öskusalti. Brauðið gerði ég fyrir Hátíðarblað Morgunblaðsins og… Bakstur Heimabakað brauð með stökkri hvítlauks og rósmarínskorpu og þeyttu öskusmjöri European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Brauðið

  • 600 gr hveiti
  • 1 tsk borðsalt
  • 30 gr pessuger (fæst í kæli)
  • 1 msk Akasíu hunang frá Himneskt
  • 5 dl volgt vatn

Ofan á:

  • ½ dl ólífuolía
  • 1 marinn geiralaus hvítlaukur
  • Gróft salt
  • 4-5 Rósmaríngreinar

Þeytt Öskusmjör

  • 110 gr Smjör við stofuhita
  • 2 msk ískalt klakavatn  (Má vera búið að standa í frystir í nokkrar mínútur)
  • Lava salt frá Saltverk

Aðferð

Brauðið

  1. Hveiti og borðsalt er sett í hrærivélarskál og hært saman með króknum
  2. Pressuger, hunang og ilvolgt vatn er sett í litla skál og látið standa í eins og 5 mínútur, gott er að leysa gerið vel upp í vatninu
  3. Hellið næst gervatninu út í hrærivélarskálina og látið hnoðast þar til deigið hringar sig í fallega kúlu utan um krókinn
  4. Breiðið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 1 klst
  5. Gerið hvítlauksolíuna á meðan, en þá er mörðum hvítlauknum hrært við ólífuolíuna og látið standa meðan brauðið hefast
  6. Hitið næst ofninn á 180-190C° blástur og hellið brauðinu beint yfir á bökunarplötu með smjörpappír á (ekki hnoða né neitt)
  7. Penslið vel yfir deigið með hvítlauksolíunni og leyfið smá hvítlauk að vera með
  8. Saltið vel yfir með grófu salti og skerið svo 4-5 ræmur grunnt þvert yfir brauðið þar sem þið tillið Rósmaríngreinum ofan á
  9. Bakist í 40-50 mín (gott að stinga hníf í miðju og ef ekkert kemur á hann er brauðið til)

Þeytt Öskusmjör

  1. Smjör sett í hrærivél með þeytara á og þeytt í 2 mínútur á lágum hraða
  2. Setjið svo kalda vatnið út í 
  3. Hraðinn er svo hækkaður í hæsta og þeytt í eins og 2-4 mínútur þar til smjörið er orðið létt og ljóst
  4. Setjið í fallega skál og dreifið Lava saltinu ofan á smjörið
  5. Gott er að hafa Lavasalt með í lítillri skál á borði til að dreifa reglulega yfir efsta lagið á smjörinu

 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Halldóra January 3, 2021 - 3:46 pm

Þetta brauð er alveg geggjað gott!

Svara
maria January 15, 2021 - 6:12 pm

æ en dásamlegt að heyra <3

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here