Einfaldir Jólakransar sem allir geta gert

höf: maria

-Samstarf-

Ég viðurkenni að ég vil ekki hafa jólaskrautið mitt of yfirdrifið eða litríkt. Því ákvað ég að gera tvo aðventurkransa sem eru í einfaldari kantinum.

Ég var beðin um að gera jólakrans fyrir Hús og Híbýli og varð það til þess að ég fékk það verkefni með Garðheimum að gera kertakrans fyrir aðventuna, en þar fékk ég allt efnið í kransana þrjá.

Kransinn sem ég gerði fyrir Hús og Híbýli

Ég viðurkenni að það var smá áskorun fyrir mig að gera krans fyrir blað þar sem ég hafði aldrei gert slíkt áður. Ég slysaðist svo inn í Garðheima þar sem beið mín veröld full af dásamlegu efni í kransa.

Það gerði mér verkefnið svo auðvelt fyrir því ef maður hefur fallegt efni í krans er ekki að spyrja að því að útkoman hlýtur að vera falleg. Í Garðheimum muntu fá valkvíða, þar er hvert öðru fallegra.

Kertakrans 1

Eins og ég sagði gerði ég tvo kertakransa en ég mun sýna smá hér hvernig ég gerði þá en ýtarlegri leiðbeiningar getið þið fundið undir Highlights á Instagramminu mínu sem heitir kransagerð.

Þetta er einfaldari kransinn en hann gerði ég með kertahring, Eucalyptus, greni og brúðarslöri og það er allt sem þarf. Hér að neðan sjáið þið útskýringarmyndir.

  1. Kertahringur vafinn með Eucalyptus með því að vefja honum undir og yfir og festa með svörtum fíngerðum vír
  2. Greni greinar settar á milli hvers kertahrings fyrir miðju og fest með vír
  3. Litlir knippar af brúðarslöri potað inn á milli greina, kerti sett í og þá er hann til

Kertakrans 2

Í kertakrans númer 2 notaði ég aðeins meira skraut en í þann fyrsta, en það þarf þá að nota límbyssu til verksins sem hægt er að fá ódýrt víða.

Það var samt ekki mikið flóknara að gera hann, en hér bætti ég við fjólubláum Eucalyptus, fallegum bleikum greinum og könglum ásamt pínu skrauti.

Þessi krans tónar við kransinn sem ég gerði fyrir Hús og Híbýli
  1. Vefjið grænum Eucalyptus utan um kertahringinn og setjið fjólubláan með ofan á og greni, festið með vír
  2. Klippið niður skraut og notið köngla sem límt er á með límbyssu
  3. Límið allt skraut með því að nota vel af límbyssulími og halda aðeins við meðan það þykknar og harðnar
  4. Setjið falleg há kerti í sem tóna við skrautið og þá er kransinn til
Hér sjáið þið detail myndir af skrautinu sem ég valdi mér í Garðheimum til að nota í kransinn

Ef ykkur langar að geta gert aðventukrans eins og ég gerði fyrir Hús og Híbýli getið þið fengið allt í hann í DIY pakka og pantað af Garðheima síðunni hér.

Góða skemmtun við að gera kransa

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram hér

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here