Krakkapasta með kolkrabba pylsum

höf: maria

-Samstarf-

Krakkar elska oft pasta, og ég tala nú ekki um ef það eru pylsur með, en mín börn elska pylsur. Hér ákvað ég að gera réttinn skemmtilegan fyrir krakkana með því að skera pylsurnar í kolkrabbalíki.

Það er samt engin skylda að gera það og má vel skera þær bara í venjulega bita, en stundum hef ég haft pasta í barnaafmælum og þá er þetta skemmtileg leið til að bera pastað fram fyrir krakkana.

Krakkar borða jú oft með augunum ef þið skiljið hvað ég meina, og hvað er skemmtilegra en að fá kolkrabbapylsur. Hér er önnur hugmynd sem er sniðug að hafa í barnaafmæli en það eru pizzasnákar.

Hér notast ég við De Cecco pasta. Það sem gerir De Cecco pastað sérstakt er að það er koparskorið og hægþurrkað sem gerir það að verkum að áferðin er einstaklega góð.

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.

Það er lítið mál að skera pylsurnar í kolkrabbalíki og krökkunum finnst það afar skemmtileg framsetning, auk þess að bitarnir verða smá meira djúsí.

Nú og ef ekki þá má bara vel skera pylsurnar niður í þunnar skífur og bera fram þannig. Ég mæli samt með að ef þið eruð með mjög ung börn að skera pylsurnar niður í smærri bita.

Krakkapasta með kolkrabba pylsum

-Samstarf- Krakkar elska oft pasta, og ég tala nú ekki um ef það eru pylsur með, en mín börn elska pylsur. Hér… Pasta Krakkapasta með kolkrabba pylsum European Prenta
Serves: 6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 350 gr De Cecco pastaslaufur (fyrir suðu)
 • 1 pakki af mini partý pylsum 
 • 1 askja skinkumyrja 
 • 1 askja hreinn Phildadelphia ostur Original 
 • 1 dl nýmjólk 
 • 1 lítill haus brokkólí 
 • 150 gr smátt skornir sveppir 
 • 25 gr smjör 
 • 1/2 tsk fínt borðsalt 
 • 1 tsk gróft malaður svartur pipar 

Aðferð

 1. Byrjið á að sjóða pastað með því að setja vatn í pott sem er nógu mikið til að rétt fljóta yfir pastað. Saltið vatnið það vel að það líkist sjóvatni og látið suðuna koma upp áður en pastað er sett ofan í
 2. Sjóðið pastað í þann tíma sem er gefið upp á pakkanum eða í 11-13 mín
 3. Á meðan er gott að skera niður pylsurnar í annað hvort litla bita eða kolkrabbba en það er gert með því að skera ræmur í annan endann upp að miðju. 
 4. Steikjið næst brokkólí og sveppi upp úr smjörinu og saltið ögn og piprið. Takið svo af pönnuni og leggið til hliðar
 5. Steikjið svo pylsurnar upp úr sama smjöri á sömu pönnu þar til að endarnir hafa glennst út og líkjast kolkrabba löppum 
 6. Takið nú pylsurnar af og setjið til hliðar með sveppunun og brokkólíinu
 7. Gerið nú sósuna með því að setja ostana og mjólkina á pönnuna og láta það bráðna vel saman, saltið með 1/2 tsk af fínu borðasalti og 1 tsk grófum svörtum pipar
 8. Bætið nú pylsum og brokkóli í sósuna og hrærið vel saman
 9. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og parmesan osti

Verði ykkur að góðu

María

De Cecco fæst nú í Fjarðarkaupum, Nóatúni, Melabúðinni og Verslunum Samkaupa m.a Nettó og Krambúðin.

Endilega fylgið mér á Instagram hér

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd