Pizza-Calzone snákar í barnaafmælið

höf: maria

Þessir snákar eru svo skemmtileg og einföld lausn. Það er rosa algengt hér á landi að hafa pizzu í barnaafmæli, en fyrir mér er venjuleg pizza ekkert það spennandi þar sem við erum oftast með pizzu á föstudögum.

Pizza er samt alltaf góð og stendur fyrir sínu en til að gera afmælispizzuna skemmtilegri er þetta frábær hugmynd til að nota, svo ég tali nú ekki um hversu vel snákarnir smakkast.

Í stað þess að gera pizzadeig sjálf kaupi ég alltaf tilbúið í snákana, einfaldlega því það er mun teygjanlegra og auðveldara að vinna með.

Best er að baka þá c.a 20-30 mínútum áður en krakkarnir borða því þá er auðveldara fyrir þau að halda á þeim, þar sem þeir hafa aðeins náð að kólna.

Í hvern snák þarf

  • 1 Pakka tilbúið pizzadeig
  • pizzasósu
  • ferskan Mozzarella
  • rifinn Mozarella
  • pepperóní
  • skinku

Aðferð

Látið pizzadeigið standa á borði helst í nokkra klukkutíma á volgum stað í pakkningunni lokaðri. Þá er mun auðveldara að vinna með það. Ekki minna en 2 klst alla vega. Fletjið það svo út í langan sívalning eins og sést á myndinni fyrir ofan.

Smyrjið næst pizzasósu yfir allt deigið

Og setjið svo ferska mozzarella ostinn á í eina lengju fyrir miðju deigi. Stráið svo rifna ostinum og raðið pepperóní á lengjuna. Athugið að hafa áleggið allt eingögnu svona í miðjunni eins og sést á myndinni.

Leggjið næst deigið yfir áleggið, eða eins og aðeins yfir að miðju svo það þekji alveg ostinn og áleggið. Gerið svo það sama hinum megin frá.

Þá lítur þetta svona út. Það sem þarf að gera svo hér er að móta snákinn. Ég tek alltaf utan um hálsinn eins og ég sé að fara að kirkja hann. Ég læt hann verða grennri þar svo það myndist eins og haus. Svo rúlla ég stundum upp á endann svo það virðist vera hali og læt hann svo bylgjast í miðjunni.

Þetta geri ég þegar hann er kominn upp á bökunarskúffuna. Að lokum set ég svo tvær ólívur á tannstöngul og sting inn í sem augu og sker papríku í lengju og klíf á endanum svo það sé eins og snákatúnga. Svo mála ég mynstur á hann með matarlit sem ég þynni örlítið í vatni.

Bakist við 200-210 C°blæstri í 15-20 mínútur eða þar til þið sjáið að hann er tilbúin.

Ég vona að þessi færsla hafi komið með nýjar og skemmtilegar hugmyndir fyrir ykkur til að hafa í barnaafmæli, en ég get alveg lofað því að þessir snákar vekja alltaf lukku hjá krökkunum, auk þess að vera virkilega bragðgóðir og djúsi.

kveðja

María 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here