Sætkartöflusúpa með beikon og fetaosti

höf: maria

Þessi súpa er alveg tilvalin á köldum dögum þegar manni vantar eittvað gott til að hlýja kroppnum. Hún er ofboðslega bragðgóð og ekki skemmir fyrir að það er ofurauðvelt að gera hana.

Ekkert skræl eða vesen og örfá hráefni. Súpuna tekur kannski 20-30 mínútur að gera í allt.

Súpan er silkimjúk, krydduð með heitum kryddum sem verma manni frá toppi til táar, toppuð með mjúkum söltum fetaosti, stökku beikoni og ykkar uppáhaldskryddjurtum.

Namm þetta er svo gott, því get ég alveg lofað.

Sætkartöflusúpa með beikon og fetaosti

Þessi súpa er alveg tilvalin á köldum dögum þegar manni vantar eittvað gott til að hlýja kroppnum. Hún er ofboðslega bragðgóð og… Matur Sætkartöflusúpa með beikon og fetaosti European Prenta
Serves: 4
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Stóra sæta kartöflu (800-900gr) skorin langsum í tvennt með hýðinu á
  • 2 tsk góð ólífuolía
  • 1/2 gulan lauk smátt skorin
  • 2 hvítlauksgeirar marðir (lemja með hníf á þá til að opna)
  • 1/2 tsk Chiliduft
  • 1/2 tsk gróft salt
  • 1/4 tsk Cumin (athugið ekki Kúmen eins og fer í brauð)
  • 1/4 tsk kanill
  • 900-1000 ml soðið vatn (eftir hvaða þykkt þið viljið)
  • 2-3 kjúklingateningar

Til að toppa með: 

  • Lítið bréf af beikon
  • Fetakubbur
  • Kryddjurtir að eigin vali

Aðferð

  1. Setjið sætu kartöflurnar með sárið niður á matardisk og hellið 1/2 bolla af vatni yfir.
  2. Þekjið vel með plastfilmu og setjið í örbylgjuofn á hæsta styrk í 15 mínútur
  3. Leyfið að kólna meðan laukur er skorinn og hvítlaukur marinn
  4. Setjið svo olíuna í súpupott yfir miðlungshita og skellið lauk og hvítlauk út á í 2 mínútur, eða þar til orðnir mjúkir (passið að brúna ekki né brenna)
  5. Setjið 2-3  kjúklingateninga í 900-1000 ml af soðnu vatni og leyfið teningunum að leysast upp
  6. Skafið nú allt inn úr kartöflunum og hendið hýðinu
  7. Setjið kartöflurnar, kryddið og kjúklingasoðið í pottinn með lauknum og látið ná suðu. Þegar suðan er komin upp slökkvið þá undir og maukið saman með töfrasprota eða í blandara/matvinnsluvél.
  8. Setjið aftur á heita hellu þar til sýður og hrærið á meðan
  9. Setjið í súpuskálar og toppið með fetosti, steiktu beikoni og kryddjurtum að eigin vali (Ég notaði ferkst Timian)

Verði ykkur að góðu

Knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here