Spariklæddar My Sweet Deli ostakökur

höf: maria

My Sweet Delí ostakökurnar eru svo mikil snilld til að eiga í frysti ef að óvænta gesti ber að garði, eða ef maður hreinlega er ekki upplagður, hefur ekki tíma í að gera góðan eftirrétt, eða gott með kaffinu.

Kökurnar eru afar ljúffengar einar og sér en að setja þær í sparifötin, gerir þær guðdómlega góðar !!

Í þessari færslu ætla ég að gefa ykkur tvær hugmyndir af því hvernig hægt er að klæða þessar dásamlegu ostakökur upp, á afar einfaldan og fljótlegan máta.

Útkoman verður eins og afar mikið hafi verið haft fyrir þeim.

Hér gefur að líta á Turtle ostaköku með fílakaramellugljáa, pekanhnetum og hindberjum, og svo ostakökuís með heitri Daimsósu.

Namm svooo gott og svoooo einfalt að gera !!

Kökurnar eru ætlaðar fyrir 6 manns og þarf að afþýða í um 2 klst.

Turtle ostakaka með fílakaramellugljáa, pekanhnetum og hindberjum

 • Eitt stykki My Sweet Delí ostakaka New york style
 • 100 gr fílakaramellur
 • 1/2 dl rjómi
 • Pekanhnetur
 • Hindber

Aðferð

 1. Hellið 1/2 dl af rjóma í pott við meðalhita og setjið fílakaramellur út í
 2. Bræðið þar til verður glansandi og kekkjalaus sósa. Hrærið í allan tíman
 3. Hellið svo beint ofan á kökuna í því magni sem þið viljið. Gott að eiga aukasósu til að hella yfir fyrir þá sem vilja meira
 4. Myljið svo pekanhnetur með fingrunum yfir, magn eftir smekk
 5. Toppið með ferskum hindberjum eða ykkar uppáhaldsberjum
 6. Fyrir forfallna sykurunnendur þá er gott að setja líka uppáhalds karamelluíssósu yfir allt saman

Ostakökuís með heitri Daimsósu

 • Eina My Sweet Deli jarðaberjaostaköku
 • 1 – 1 og 1/2 líter af vanilluís (ykkar uppáhaldstegund)
 • 100 gr eða 1 poki af Daimkurli
 • 1/2 -1 dl rjóma

Aðferð

 1. Brjótið ostakökuna út í ísinn og hrærið gróft saman. Leyfið ostakökuklumpum að njóta sín í ísnum
 2. Setjið í frysti í 30 mínútur til eina klst
 3. Setjið í pott við meðal til lágan hita 1/2 dl rjóma og Daimkurlið og bræðið vel saman. Gott að hafa hana örlítið kekkjótta
 4. Bætið við rjóma ef þið viljið hafa sósuna þynnri
 5. Berið fram ísinn og heita sósuna með

Verði ykkur að góðu

María 

 

Færslan er kostuð

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd