Skyr Brulee með little Moons ísskúlum

höf: maria

-Samstarf-

Ég gleymi seint eftirrétt sem ég fékk mér alltaf á sínum tíma á Bryggjan Brugghús þegar það var starfandi hér í denn.

Skyr Brulee sem var borið fram með ferskum berjaís. Þessi samsetning var bara eitthvað svo góð og passaði svo einstaklega vel saman.

Mér hefur fundist erfitt að finna rétta ísinn til að hafa með þessum eftirrétt þar til ég smakkaði little Moons Mochi ísinn.

Little Moons ísinn hefur farið sigurför um Evrópu, og er á hraðri siglingu að tróna á toppnum í ísheiminum. Enda ekki að undra enda geggjað góður ís og nýjung á ísmarkaðinum hér heima.

En hvað er Mochi ís ? Það er frosin hefðbundinn japanskur eftirréttur/ís sem hefur slegið í gegn eins og áður sagði í ísheiminum sem og á Tik Tok.

Little moons eru litlar ískúlur sem vafðar eru inn í sætt rísmjölsdeig eða það sem kallast Mochi deig, en mochi deig er mikið notað í japanska eftirrétti og kökur.

Mochi deigið er í senn sætt og seigt og gefur afar einstaka áferð. Þegar bitið er í ísinn kemur svo ferskur og rjómakenndur ísinn í gegn og saman gerir þetta einhverja töfra

Little Moons er án allra gerfi-og rotvarnarefna en í hann er einungis notuð gæða mjólk og rjómi. Auk þess er hann glúten frír og eru undir 85 hitaeiningar í hverri kúlu.

little moon ísinn er hægt að fá í nokkrum bragðtegundum, allt frá súkkulaði til ávaxtabragðs. Ísinn fæst í Hagkaup og Krónunni.

Skyr Brulee með little Moon ísskúlum

-Samstarf- Ég gleymi seint eftirrétt sem ég fékk mér alltaf á sínum tíma á Bryggjan Brugghús þegar það var starfandi hér í… Sætt Skyr Brulee með little Moons ísskúlum European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 60 gr hvítt súkkulaði 
  • 200 gr hreint skyr 
  • 300 ml rjómi 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • 4 eggjarauður
  • 80 gr sykur 
  • 3 matarlímsblöð
  • Meiri sykur til að brenna ofan á 

Aðferð

  1. Hitið rjómann upp að suðu og slökkvið þá undir 
  2. Bætið skyri saman við rjómann ásamt vanilludropum og hrærið vel saman 
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið saman við rjómskyrblandið og hitið við miðlungshita 
  4. Þeytið svo saman eggjarauður og sykur þar til verður loftkennt og ljóst 
  5. Setjið matarlímið í kalt vatn og látið standa í 10 mínútur í vatninu 
  6. Setjið þeyttar eggjarauðurnar saman við heita rjómskyrblönduna í pottinum, á meðan matarlímsblöðin eru í vatninu,  og hrærið vel saman með sleikju eða sleif í eins og 5 mínútur eða þar til þykknar. Hellið svo þykkri blöndunni í skál og látið standa í eins og 5 mínútur 
  7. kreystið næst allt vatn af matarlíminu og setjið eitt blað út í í einu í blönduna og hrærið vel á milli þar til það bráðnar alveg saman við
  8. Setjið svo í litlar skálar og kælið upp á borði í eins og 20 mínútur og setjið þá filmu yfir skálarnar 
  9. Kælið svo í ísskáp í lágmark 6 klst 
  10. Þegar á að bera réttinn fram sáldrið þá eins og 1-2 tsk af sykri yfir hverja skál og brennið sykurinn með brennara og látið eins og 1-2 little Moons ískúlur með rifsberjabragði ofan á og njótið 
  11. Mér finnst gott að hafa bláber og jafnvel jarðarber með 

Ég valdi little Moons með rifsberjabragðinu en hann passar fullkomlega við. Bragðlaukarnir hreinlega dansa og voru allir sem smökkuðu mjög hrifnir.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here