Mjúkar saltkringlur með stökkri skorpu og Cheddar ostasósu

höf: maria

Þessar saltkringlur slógu algörlega í gegn hér á heimilinu, en þær kláruðust upp á einu augnabliki. Enda ekki skrítið því þær eru bara svo hrikalega góðar.

Stökkar að utan og dúnmjúkar inn í svo engin stenst þær.Ostasósan toppar þetta svo allt saman. Heit, bragðmikil og sterk í senn, en í henni er ríflegur skammtur af chilisósu og cayennepipar.

Já það er óhætt að segja að maður hafi svitnað smá. Uppsriftina er mjög skemmtilegt að gera og auk þess er hún afar auðveld, þótt það sýnist kannski ekki í fyrstu.

Hér þarf ekkert að hefast né neitt vesen. Mesta skemmtunin er að fá að dýfa þeim í freyðandi soðið vatn með matarsóda sem er galdurinn að mýkt þeirra og stökkri skorpunni.

Ekki láta matarsódabaðið hræða ykkur frá því að gera þessa uppskrift, því það er bara stuð og gaman.

Þó uppskriftin virðist stór og umfangsmikil skuluð þið ekki láta það hræða ykkur frá því að prófa. Þetta er svo hundrað sinnum auðveldara en sýnist og hinn fullkomni bakstur til að gera með krökkunum um helgar.

Mjúkar saltkringlur með stökkri skorpu og Cheddar ostasósu

Þessar saltkringlur slógu algörlega í gegn hér á heimilinu, en þær kláruðust upp á einu augnabliki. Enda ekki skrítið því þær eru… Bakstur Mjúkar saltkringlur með stökkri skorpu og Cheddar ostasósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kringlurnar:

  • 1 og 1/2 bolli volgt vatn
  • 2,5 tsk þurrger eða 4 tsk pressuger (mér finnst alltaf betra að nota pressuger sem fæst í mjólkurkæli Hagkaups eða Fjarðarkaup)
  • 1 tsk salt
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk ósaltað bráðið smjör
  • 3 og 3/4 - 4 bollar hveiti
  • Gróft salt til að dreyfa yfir

Matarsóda bað:

  • 9 bollar vatn
  • 1/2 bolli matarsódi

Í ostasósuna þarf (athugið mjög stór uppskrift má helminga sósuna)

  • 60 gr ósaltað smjör
  • 1/4 bolli hveiti
  • 2 bollar nýmjólk
  • 2 bollar cheddarostur rifinn
  • 2 msk chilisósa, ég notaði Sriracha sósu
  • 1 tsk cayenne pipar
  • Nóg af salti og ögn af pipar

Aðferð

Kringlurnar:

  1. Blandið saman volgu vatni, salti, geri, púðursykri og smjöri í skál og leyfið því að standa í 5 mínútur.
  2. Bætið varlega saman við 3 bollum af hveiti smátt og smátt (1 bolla í einu). Hrærið með sleif eða í hnoðara þar til deigið er orðið þykkt. Bætið við 3/4 bolla af hveiti eða þar til deigið er hætt að vera klístrað og límist ekki við krókinn.
  3. Hnoðið nú deigið á borði í 3 mínútur og myndið úr því kúlu. Setjið í skál og breiðið filmuplast yfir og látið standa í 10 mínútur.
  4. Kveikjið svo á ofninum á 210 C°blástur og setjið smjörpappa á bökunarplötu
  5. Gott er að skoða myndirnar fyrir ofan fyrir næstu skref. Hræðist ei því þetta er súper dúper auðvelt, ég lofa !!
  6. Skiptið deiginu í 10-12 parta með því að skera það með pizzaskera
  7. Takið svo hvern part og rúllið í langa ræmu
  8. Leggið svo einn endann á ræmunni yfir annan og gerið lykkju eins og sést á mynd
  9. Takið svo lykkjuendann og brettið honum upp í átt að boganum (gleymdist að taka mynd, afsakið)
  10. Athugið kringlurnar þurfa ekki að vera fullkomnar í laginu !!
  11. Setjið núna vatnið (9 bolla) í pott og matarsóda og látið byrja að sjóða
  12. Stingið svo einni til tveimur kringlum í einu í sjóðandi vatnið og hafið í 20-30 sekúndur. Mikilvægt að telja og hafa akkurat þennan tíma því annars kemur járnbragð af þeim
  13. Takið svo upp úr pottinum með fiskispaða og passið að láta umframvatn leka af
  14. Raðið svo á bökunarplötuna með smjörpappanum og saltið vel yfir með grófu salti
  15. Stingið svo í ofninn og bakið í 12-15 mínútur eða þar til þær verða gyllinbrúnar (frekar dökkar)

Ostasósan:

  1. Bræið smjörið í potti yfir miðlungshita. Sáldrið svo hveitinu yfir og hrærið stöðugt í þar til verður þykkt í c.a 1-2 mínútur.
  2. Bætið svo smátt og smátt mjólkinnni við í pottinn og hrærið stöðugt í á meðan þar til blandan verður þykk, u.þ.b 5 mínútur. Ætti að vera frekar þykk en samt hræranleg
  3. Bætið nú rifna ostinum í og hrærið stöðugt þar til hann er alveg bráðnaður. Bætið þá í chilisósunni og cayenne piparnum.
  4. Smakkið til og bætið við vel af salti og ögn af pipar. Fyrst er hún frekar bragðdauf en með því að bæta við vel af salti kemur hið fullkomna ostabragð
  5. Sósan þykknar síðan mjög við að kólna en hana er hægt að hita svo upp í potti eða örbylgju, og nota jafnvel með Nachos og góðum mexikómat.

Punktar

Gott er að skoða myndirnar fyrir ofan uppskriftina til að átta sig á hvernig á að gera kringlurnar. Munið að passa akkurat tímann sem kringlurnar eru í baði svo komi ekki eins og járnbragð af þeim. Ef þið viljið ekki hafa sósuna mjög sterka er gott að minnka magnið af chilisósunni og cayenne piparnum eða svissa chilisósu út fyrir tómatssósu. Sósuuppskriftin er frekar stór svo það er vel hægt að helminga hana. Hægt er líka að frysta afgang af sósu og nota næst þegar þið bakið kringlur eða jafnvel nota með mexico mat og nachos.

Bara aðeins of gott !

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here