Geggjuð Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp sem þarf ekki að baka

höf: maria

-samstarf-

Hver elskar ekki Oreo ? Tala nú ekki um oreo ostaköku eins og þið getið gert með því að fara inn á hér.

Þessi dásamlega rúlluterta er í ætt við oreo ostaköku og eins líka í ætt við Oreo trufflurnar góðu sem ég gerði á sínum tíma hér.

Það mætti því kannski segja að kakan sé afkvæmi ostakökunnar og oreo trufflana góðu.

Þessi rúlluterta kann kannski að virðast flókin en ég lofa að það er hún bara alls ekki. Það þarf ekki einu sinni að baka hana.

Í kökuna og kremið notaði ég Philadelphia Light rjómaostinn. Af hverju notaði ég Light ostinn sem er fituminni ?

Ástæðan er einfaldlega sú að hann er mun stífari en Philadelphia Original osturinn og því betra að vinna með hann í kökukrem og ostakökur að mínu mati.

Mér finnst Philadelphia Light henta mjög vel í bæði kökukrem, sem eru stöppuð af smjöri og fitu fyrir, og eins í ostakökur sem fá fituna úr rjómanum.

Það sakar því ekkert að hann sé ögn fituminni en hefðbundinn rjómaostur og ef eitthvað er finnst mér kremin og ostakökurnar verða mun betri með Philadelphia Light ostinum.

Fyrir þá sem vilja síðan passa upp á línurnar þá er Philadelphia light osturinn líka snilld ofan á brauð og eins í alla matargerð.

Ég held það sé óhætt að segja að þessi Oreo rúlluterta sé algjört nammi. Ég mæli með því að bera hana fram beint úr frystinum.

Ef hún er látin standa á borði getur hún orðið smá lin og smeðjuleg en ef hún er köld og stíf beint úr frystir er hún algjörlega fullkomin.

Ég mæli með að þú prófir og ég lofa að þessi mun verða fastur liður í heimilisbakstrinum, þó hana þurfi ekki að baka.

Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp

-samstarf- Hver elskar ekki Oreo ? Tala nú ekki um oreo ostaköku eins og þið getið gert með því að fara inn… Bakkelsi Geggjuð Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp sem þarf ekki að baka European Prenta
Serves: 10-12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kökubotninn

 • 350 gr oreo kex 
 • 200 gr Philadelphia light 

Kremið 

 • 100 gr mjúkt smjör 
 • 260 gr flórsykur 
 • 50 gr Philadelphia Light 
 • 1 tsk vanilludropar 

Hjúpur 

 • 200 gr hreint Milka súkkulaði bráðið

 

Aðferð

Kökubotninn

 1. Setjið allt kexið í blandara og malið í fínt duft 
 2. Færið næst yfir í hrærivélarskál og bætið 200 gr af rjómaostinum út í 
 3. Hærið vel saman þar til er orðið að klístruðu deigi og allt vel blandað saman
 4. Setjið deigið á disk með filmuplasti yfir og kælið í eins og 30 mín, má vera lengur, og gerið kremið til á meðan

Kremið 

 1. Byrjið á að þeyta mjúkt smjörið í smá stund
 2. Bætið næst flórsykri, vanillu og rjómaosti út í og aukið hraðann 
 3. Þeytið þar til kremið er orðið vel ljóst og loftkennt gæti tekið alveg 5-7 mínútur og látið standa á borði þar til það er sett á kökuna

Samsetning 

 1. Takið deigið úr kælir og setjið það ofan á smjörpappa 
 2. Leggjið aðra örk af smjörpappír yfir og fletjið það út á milli pappanna með kökukefli í eins og 1 cm þykkan ferning 
 3. Takið efri pappann af og smyrjið næst kreminu yfir ferninginn og skiljið eftir án krems eins og cm frá köntunum 
 4. Rúllið svo kökunni upp með því að nota pappírinn sem er undir, þið togið í endann næst ykkur og rúllið upp með því að halda alltaf í endann meðan þið rúllið 
 5. Setjið næst upprúllaða kökuna með kreminu á inn í fyrstir og á meðan er gott að bræða súkkulaðið 
 6. Bræðið 200 gr Milka súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því svo yfir kökuna og smyrjið vel yfir hliðarnar líka 
 7. Leyfið súkkulaðinu ögn að storkna á kökunni upp á borði eða við opinn glugga
 8. Þegar súkkulaðið hefur storknað aðeins, þá er gott að setja kökuna í frystir í lágmark 30-60 mínútur áður en hún er borin fram 
 9. Geymið kökuna ávallt í frystir og berið fram frosna, þannig er hún laaaangbest

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here