Oreo Lasagna með súkkulaðibúðing

höf: maria

-Samstarf-

Stundum þegar ég hef verið að skoða eitthvað fallegt á pinterest hefur mynd af svona Oreo lasagna poppað upp sem lætur munnvatns kyrtlana fara á fullt svo ég slefa næstum.

Eruð þið ekki að tengja ? Ég held að þessar myndir fái marga til að slefa og langa í eina svona sneið.

Það eru ekki bara myndirnar sem eru girnilegar hér, heldur er þetta bara alveg rosalega gott. Ég ákvað að semja mína eigin uppskrift af svona Lasagna og er þokkalega sátt við útkomuna.

Það er ekki bara fallegt á myndum heldur er þetta líka auðvelt og skemmtilegt að gera og alveg svaka svaka gott.

Hér nota ég að sjálfsögðu hinn silkimjúka Philadelphia rjómaost og svo geggjaðan súkkulaði búðing sem heitir Snack Pack en ég keypti hann í Fjarðarkaup og passar hann fullkomlega í þessa dásemd.

Hér þarf líka fullt af rjóma og heilan helling af Oreo kexinu góða, en til að ná þessum fullkomnu sneiðum mæli ég með að geyma Lasagnað í frysti í eins og 30 mínútur jafnvel lengur.

Ég mæli með að nota stórt eldfast mót og setja álpappír ofan í það sem kemur upp með hliðunum svo þið getið kippt því upp úr mótinu eða jafnvel bara bera það fram í mótinu sjálfu.

Þessi fullkomnun passar vel sem eftirréttur eða á veisluborði og ætti hann engan að svíkja, enda hvað er betra en dásamlegt súkkulaðibragð með rjóma ?

Oreo Lasagna með súkkulaðibúðing

-Samstarf- Stundum þegar ég hef verið að skoða eitthvað fallegt á pinterest hefur mynd af svona Oreo lasagna poppað upp sem lætur… Afmæli Oreo Lasagna með súkkulaðibúðing European Prenta
Serves: 10
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 28 stk af Oreo kexkökum eða 2 kexpakkar  
  • 60 gr smjör 
  • 400 gr Philadelphia Original rjómaostur 
  • 3 dl flórsykur 
  • 500 ml af rjóma 
  • 150 gr hvítt súkkulaði 
  • 1 pakki  af Snack pack súkkukaðibúðing eða 4 stk (það eru 4 í einum pakka) það má líka sleppa því að hafa búðing og hafa bara kexmylsnuna 

Aðferð

  1. Takið 14 stk kexkökur og takið af þeim kremið og geymið kremið í skál 
  2. Byrjið á að mala kremlausa kexið í blandara og bræðið smjörið
  3. Setjið brædda smjörið í blandarann og blandið saman við kexmylsnuna
  4. Dreifið á botninn á ferköntuðu eldföstu móti og þjappið vel í botninn. Gott er að setja álpappír undir sem kemur upp með hliðunum ef þið viljið taka það upp úr mótinu og skera í sneiðar, en það má vel bera þetta fram í mótinu og sleppa því að gera sneiðar en þá er betra að sleppa því að hafa álpappírinn undir
  5. Setjið svo í frystir meðan þið þeytið rjómaost, kremið af kexinu sem þið settuð í skál og flórsykur saman 
  6. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og geymið til hliðar þar til kólnar smá á samt ekki að storkna
  7. Þeytið 500 ml af rjóma á meðan súkkulaðið kólnar ögn 
  8. Hrærið hvíta súkkulaðinu varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju 
  9. Hrærið næst rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann með sleif eða sleikju
  10. Malið aðrar 14 Oreo kökur með kreminu á í blandara og geymið til hliðar
  11. Dreifið helmingnum af rjómaostakreminu  jafnt yfir botninn. Takið svo búðingin og setjið hann allan í skál og hrærið hann vel upp og dreifið honum svo jafnt yfir rjómaostablönduna og hellið helmingnum af kexmylsnunni yfir búðinginn. Ef þið sleppið búðing notið þá bara kexmylsnuna 
  12. Setjið hinn helminginn af rjómaostablöndunni yfir allt mylsnuna og sléttið jafnt úr 
  13. Stráið svo restinni af Oreo mylsnunni yfir allt saman að lokum og setjið í frystir í lágmark 30 mínútur ef þið viljið ná  fallega skornum sneiðum, ef þið ætlið að bera fram í mótinu má setja bara beint inn í ísskáp 
  14. Hægt er að taka upp úr mótinu með því að taka sitthvorum megin í álpappan og skera í sneiðar eða eins og ég sagði bara hreinlega bera það fram í eldfasta mótinu 

Punktar

Til að ná þessum fullkomnu sneiðum mæli ég með að geyma Lasagnað í frysti í eins og 30 mínútur jafnvel lengur. Ég kaupi Snack Pack búðingin í Fjarðarkaup en ef þið finnið hann ekki getið þið notað hvaða súkkulaðibúðing sem er svo sem og það má líka bara sleppa honum ef þið viljið. Ég mæli með að nota ferkantað eldfast mót og setja álpappír ofan í það sem kemur vel upp úr með hliðunum svo þið getið kippt því upp úr mótinu ef þið ætlið að skera í sneiðar eða jafnvel bara bera það fram í mótinu sjálfu og sleppa þá álpappírnum.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Jóhanna September 6, 2020 - 8:24 am

Þetta lítur vel út! En hversu mikið Oreo eru 3 kassar? Í grömmum þá? Bý erlendis og hér er Oreo selt í ýmsum stærðum og væri þá gott að vita grömmin 🙂 Takk!

Svara
maria September 9, 2020 - 3:49 pm

Sæl pakkinn hér er 176 gr hver pakki svo það er 3x það 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here