Hrísla og dúkkuhúsið fagra

höf: maria

-Gjöf-

Ég veit ekki hversu oft ég hef verið að vafra inn á Pinterest og séð svona dúkkuhús og dauðlangað í eitt slíkt fyrir Ölbu.

Ég hélt að til að eignast eitt slíkt þyrfti maður að panta að utan eða hreinlega versla það erlendis frá. Því var ég ekkert smá heppin að detta niður á gullfallegu barnavöruverslunina Hríslu.

En hjá Hríslu er hægt að fá þetta fallega dúkkuhús sem er svo fallegt að í okkar fjölskyldu mun það verða erfðagripur vonandi enda mjög vandað og mun endast lengi.

Hrísla er stofnuð af frænkunum Þurý og Hörpu, sem deila  sameiginlegum áhuga á barnauppeldi og umhverfisvernd. Harpa er einnig með áralanga reynslu af að vinna með börnum.

Verslunin flytur inn fjölda vörumerkja m.a Plan Toys en það er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem endurnýtir gúmmítré til framleiðslu á viðarleikföngum. 

Frá árinu 1981 hefur teymi Plan Toys unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðarleikföng með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd. 

Einnig leggur það áherslu á þroskandi leikföng, gæði, öryggi, náttúruleg hráefni, nýsköpun og samfélagsábyrð.

 Í leikföngunum frá Plan Toys eru engin eiturefni, náttúruleg litarefni og lögð er mikil áhersla á að endurnýta allt sem fellur til í framleiðsluferlinu.

Alba og ég elskum þetta fallega dúkkuhús og sést langar leiðir hversu fallegt það er og er hugað að hverju smáatriði. Einnig finnst mér eftirtektarvert hversu mjúkur og fallegur viðurinn í því er.

Hjá Hríslu er að finna fjöldann allan af fallegum þroskaleikföngum frá Plan Toys og fleiri merkjum og m.a húsgögn í fallega dúkkuhúsið.

Hér er hægt að skoða heimasíðuna hjá Hríslu og mæli ég einnig með að fylgja þeim á instagramminu @hrisla.is og @plantoys.is.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here