Krakkapastað hennar Ölbu

höf: maria

-Samstarf-

Alba elskar slaufupasta með ostasósu, eða fiðrildapasta eins og hún kallar það.

Hún og bræður hennar eru samt smá gikkir þegar kemur að elduðu grænmeti, en það má helst ekki sjást neitt slíkt í matnum.

Hins vegar eru þau afar dugleg að borða ferskt grænmeti og passa ég því að hafa það alltaf með öllum mat.

Til að fá góða bragðið í pastaréttinn, sem sveppir og blaðlaukur gefa, tek ég til þess ráðs að mauka það í blandara.

Ykkur gæti þótt það kannski skrítið en þannig næ ég að bæta grænmeti út í sem gefur rétta bragðið án þess að þau verði var við neitt og eykur enn á hollustugildið.

Ég mæli með að þið prófið að gera það líka ef þið eigið gikki eins og ég þegar kemur að elduðu grænmeti.

Með þessu móti eruð þið líka að venja bragðlauka barnsins á bragðið af sveppum og blaðlauk án þess að þau fatti það.

Því í raun er það bara áferðin á eldaða grænmetinu sem fer í þau en ekki endilega bragðið.

Krakkapastað hennar Ölbu

-Samstarf- Alba elskar slaufupasta með ostasósu, eða fiðrildapasta eins og hún kallar það. Hún og bræður hennar eru samt smá gikkir þegar… Aðalréttir Krakkapastað hennar Ölbu European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 300 gr De cecco pastaslaufur 
 • 80 gr smátt skornir sveppir 
 • 60 gr blaðlaukur smátt skorin 
 • 1/2 dl matreiðslurjómi (fyrir grænmetið)
 • 1 msk ólífuolía 
 • 150 gr silkiskorin skinka 
 • 1/3 tsk þurrkað timian 
 • salt og pipar 
 • 1 dós skinkumyrja 
 • 1,5 dl matreiðslurjómi 
 • 2 tsk rifinn parmesan ostur 

Aðferð

 1. Setjið vatn í pott og saltið vel (næstum eins og sjóvatn) og látið suðuna koma upp og bætið þá pastanu út í og sjóðið í 11-13 mínútur 
 2. Á meðan setjið þá sveppi og blaðlauk í matvinnsluvél eða blandara en skerið það aðeins smærra niður fyrst og bætið 1/2 dl matreiðslurjóma út í og maukið þar til  er orðið eins og hummus eða kæfa 
 3. Setjið svo olíu á pönnu og setjið smátt skorna silkiskinku út á og steikið í smá stund 
 4. Hellið svo sveppagumsinu yfir skinkuna og saltið og piprið og látið stikna eins og í 3-5 mín við miðlunghita (ykkur gæti þótt þetta líta skringilega út á þessu stigi eða smá eins og túnfiskur en það lagast á eftir)
 5. Setjið svo næst skinkumyrjuna út á ásamt 1,5 dl matreiðlsurjóma, timían og parmesan ostinum og látið sjóða þar til allt er vel brætt saman og orðin þykk og silkumjúk ostasósa 
 6. Bætið þá pastaslaufunum saman við sósuna og hrærið öllu vel saman og leyfið því að sjóða í eins og 2 mínútur saman
 7. Berið fram með hvítlauksbrauði og fersku grænmeti 

Verði ykkur góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here