Ofureinföld míní smjördeigshorn fyllt með Fjallkonu klettasalat og kasjúhnetupesto

höf: maria

-Samstarf-

Ég elska að eiga eitthvað sniðugt inn í skáp og frystir sem hægt er að henda í ef manni langar í eitthvað gott eða ef gestir boða sig skyndilega í heimsókn.

Smjördeig, gott pesto, sultur og hummus er eitthvað sem ég á oft í ísskáp og hentar afar vel til þess að gera eitthvað einfalt og gott úr.

Tilbúið smjördeig tekur engan tíma að þiðna og það eru ótal, mögukeikar sem hægt er að gera úr því.

Í þetta skiptið gerði ég ofsa góð pesto fyllt míní smjördeigshorn og parmesan ostastangir til að dýfa út í hummus.

Hornin fyllti ég með hinu dásamlega fjallkonumær pesto frá pesto.is en það er mitt allra uppáhaldspesto og ekki með þessu yfirþyrmandi bragði sem mér finnst oft vera af grænu pesto.

Fjallkonumær pestoið er gert úr klettasalati og kasjúhnetum og eru hneturnar grófar í því sem gefur því geggjaða áferð og smá stökkleika undir tönn.

Fjallkonumær pestóið hentaði fullkomlega sem fylling inn í þessu geggjuðu smjördeigshorn.

Hummusinn frá pesto.is var svo alveg fullkomin með parmesan ostastöngunum sem tók akkurat engan tíma að gera úr smjördeiginu.

Hægt er að velja um tvennskonar hummus frá Pesto.is, með fersku kóríander og með jalapeno, mitt uppáhalds er jalapeno.

Svo fannst mér líka gott að dýfa ostastöngunum fyrst ofan í hummusinn og svo beint ofan í kryddkurlið.

Pesto.is býður einnig upp á dásamlegar sultur eins og eldpiparsultuna og ef þið hafið ekki smakkað hana enn þá, þá er það algjört möst en vá hvað hún er góð.

Eða döðlusultan góða sem ég notaði á gourmet beikon pizzuna eitt sinn sem sló rækilega í gegn og hægt er að sjá uppskrift af hér.

Vörurnar frá pesto.is eru nú einnig fáanlegar í Hagkaups verslunum en sjá má alla sölustaði pesto.is neðst undir uppskriftinni.

Ofureinföld smjördeigshorn fyllt með klettasalat og kasjúhnetupesto

-Samstarf- Ég elska að eiga eitthvað sniðugt inn í skáp og frystir sem hægt er að henda í ef manni langar í… Lítið og létt Ofureinföld míní smjördeigshorn fyllt með Fjallkonu klettasalat og kasjúhnetupesto European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Míní Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto

 • 1 pakki frosið smjördeig 
 • 1 dós af Fjallkonupesto frá pesto.is
 • Rifinn mozzarella ostur 

Parmesan brauðostastangir 

 • 1/2-1 pakki af frosnu smjördeigi 
 • Rifinn parmesan ostur 

Aðferð

Mini Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto

 1. Afþýðið smjördeigið en það tekur um 30 mín ef þið takið það úr pakkanum og takið plöturnar í sundur 
 2. Fletjið ferningin svo aðeins út með kökukefli en ekki samt of þunnt 
 3. Skerið svo í þríhyrninga eins og gert er þegar gerð eru skinkuhorn (getið séð hér hvernig)
 4. Setjið svo eins og 1/2-1 tsk af Fjallkonumær pesto á endann og smá rifinn ost ofan á
 5. Rúllið því svo upp í horn og gott er að klípa endana saman svo það leki ekkert úr þeim 
 6. Bakist í 15-20 mín við 200 C°hita (blástur) eða 210 C°ef þið eruð ekki með blástursofn
 7. Leyfið þeim svo að kóln eins og í um 30 mín 

Parmesan brauðostastangir 

 1. Takið eina plötu af afþýddu smjördeigi og skerið hana langsum í eins og 1-2 cm lengjur, endurtakið svo við hverja plötu 
 2. Snúið svo upp á lengjuna með því að snúa sitthvorn endanum í sitthvora áttina þar til er svona eins og rúllað upp á hana 
 3. Raðið þeim á bökunarplötu og spreyið svo með vatni og dreifið rifnum parmesan osti strax yfir 
 4. Gott er svo að rúlla þeim upp úr ostinum sem fór niður með hliðunum á plötuna 
 5. Stingið inn í 200 C°heitan blásturs ofn eða 210 C°án blásturs í um 15-20 mínútur 
 6. Látið svo kólna í eins og 20 mínútur og berið fram með Fjallkonumær pesto eða pesto.is hummus til að dýfa í

 

Punktar

Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú Lauga í Reykjavík, GK bakarí og Fesía Selfossi, Vigtin Bakhús Vestmannaeyjar, Hérastubbur bakarí Grindavík, Sveitabúðin UNA Hvolsvelli og nú líka fáanlegt í Hagkaups verslunum

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here