Crunchy skinkuhorn með mjúkri fyllingu

höf: maria

Þegar við Raggi vorum að kynnast, var það siður hjá honum að baka skinkuhorn um helgar þegar var einhver góður fótboltaleikur í gangi. Maðurinn er forfallinn City aðdáandi og elskar boltann.

Ég man alltaf eftir því þegar ég var eitt sinn í heimsókn hjá honum hinum megin við vegginn, en hann var nágranni minn, þá var einmitt leikur í gangi og hann henti í þessi horn.

Mér fannst eitthvað voða fyndið að sjá þennan stóra karlmannlega mann hnoða deig og baka pínulítil og krúttileg skinkuhorn. En ætli það hafi ekki verið eitt af því sem ég féll fyrir í hans fari.

Reglulega síðan hefur hann bakað þessi dásamlega góðu skinkuhorn handa okkur fjölskyldunni og eru allir vitlausir í þau.

Það er mjög erfitt að stoppa þegar maður byrjar og er maður fljótur að missa töluna á því hversu mörg hverfa ofan í mann.

Þetta er frekar stór uppskrift en við setjum alltaf afgangshornin í poka samdægurs og svo beint í frysti.

Gott er svo að hita þau upp í örbylgju eða í ofni á 200 C°í 10 mínútur, og eins eru þau sniðug í nesti fyrir krakkana.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_2353-683x1024.jpg

Ég vona að þið eigið eftir að finna ykkur gott tilefni til að baka þessi skinkuhorn, hvort sem það er fótboltaleikur eða eitthvað annað.

Crunchy skinkuhorn með mjúkri fyllingu

Þegar við Raggi vorum að kynnast, var það siður hjá honum að baka skinkuhorn um helgar þegar var einhver góður fótboltaleikur í… Bakstur Crunchy skinkuhorn með mjúkri fyllingu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Deigið:

  • 650 millilítrar af volgu vatni
  • 2 matskeiðar sykur
  • 20 grömm af þurrgeri (eða 2 bréf)
  • 1 msk salt
  • 2 matskeiðar olía
  • 1 kíló af hveiti / einnig hægt að nota heilhveiti 50 % á móti því hvíta

Fylling:

  • 1/2-1 pakki (athugið ekki svona umslag) venjuleg brauðskinka
  • 1 dós skinkumyrja
  • 1/2 pakki beikon
  • 1 poki rifinn pakkaostur

Aðferð

  1. Blandið saman volgu vatni, sykri  og geri og látið standa í 5 mínútur þar til freyðir.
  2. Bætið þá olíunni við.
  3. Því næst skal bæta við saltinu og hveitinu hægt og rólega.
  4. Allt hrært saman og deigið hnoðað.
  5. Látið svo hefast í um það bil eina klukkustund
  6. Skiptið svo deiginu í 4 parta og fletjið hvern part út eins og pizzu
  7. Skerið svo í það eins og 8 pizzasneiðar og þá eruð þið með 8 þríhyrninga
  8. Best er að nota pizzaskera en einnig er hægt að nota beittan hníf
  9. Hrærið næst saman öllum innahaldsefnum úr fyllingunni en gott er að klippa beikonið smátt út, í og hafa það bara hrátt það eldast við bökun
  10. Því næst er fyllingin sett nær endanum á þríhyrningnum og honum svo rúllað upp í horn. Gott er að bretta inn endana til hliðar svo leki ekki úr þeim. 
  11. Hrærið saman mjólk og einu eggi og penslið á hornin
  12. Gott er að strá fræjum yfir hornin á meðan þau eru ennþá blaut, og enn betra er að strá rifnum osti
  13. Bakið við 200 C° hita (blástur) í um það bil 10 til 15 mínútur eða þar til þau eru orðin gyllinbrún.

Punktar

Þetta er frekar stór uppskrift en við setjum alltaf afgangshornin í poka samdægurs og svo beint í frysti. Gott er að taka þau úr frysti og hita þau upp í örbylgju eða í ofni á 200 C°í 10 mínútur. Eru mjög sniðug í nesti fyrir krakkana.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here