Brauðrétturinn sem sló í gegn

Afmæli Brauðréttir

Heitur brauðréttur með ferskjum, beikon, skinku, sveppum og camembert…borið fram með sinnepssósu

Þessi réttur er bara svo bilað góður að ég mátti til með að gera færslu um hann einan og sér þrátt fyrir að hún sé hér inn í annari færslu á vefnum. Nú fær hann sinn eiginn sess hér, enda alveg sló hann í gegn á sínum tíma.

Alltaf þegar ég geri þennan rétt, slær hann í gegn, enda er óhætt að segja að hann sé klikkað góður og já ég skef ekkert ofan af því. Það sem má hins vegar alls ekki klikka á er að gera sinnepssósuna með, en án hennar er hann ekki næstum eins góður.

Raggi maðurinn minn sér alltaf um að gera réttinn, en þetta er uppskrift sem kemur frá Rósu mömmu hans. Hann er svo ómótstæðilega góður og klárast alltaf upp í hvert skipti sem við höfum hann.

Í réttinn þarf :

 • 3/4 fransbrauð
 • 1 dós sýrður rjómi
 • karrý eftir smekk
 • 3-4 msk mayones
 • 1 dós ferskjur í dós
 • 1 dós sveppir
 • 1 bréf af beikon
 • 1 bréf skinka
 • 1 camembert, brie eða kastala (hvaða hvítmygluostur sem er)
 • 1 poki af rifnum osti
 • papríkuduft til að strá yfir

Aðferð :

 • Rífið brauð í eldfast mót og hellið safanum af sveppunum og ferskjunum yfir.
 • Gerið sósu úr 1 dós af sýrðum, 3-4 msk mayonesi og karrý eftir smekk.
 • Hellið svo sósunni yfir brauðið í mótinu

 • Skerið sveppina aðeins niður, skinkuna og beikonið og steikjið á pönnu. Setjið það svo yfir brauðið með sósunni í eldfasta mótið.

 • Skerið næst niður ferskjur í sneiðar og raðið fallega yfir allt saman. Skerið svo ostinn í þunnar sneiðar líka.

 • Raðið ostinum svo jafnt yfir allt saman í mótinu og stráið að lokum rifna ostinum yfir og kryddið með smá papríkudufti.
 • Bakið svo í ofni á 200°C í 30-35 mínútur

Nammi namm þessi réttur er alveg geggjaður og mæli ég með honum við hvaða tilefni sem er 

Sinnepssósa með réttinum

 

Rétturinn er algjörlega fullkomnaður þegar hann er borinn fram með sætri sinnepssósu en í hana þarf :

 • 1 dós af sýrðum með graslauk (þessi í grænu dósunum)
 • 2 msk hunang
 • 3 msk sætt sinnep

Þessu er öllu hrært saman og ef ykkur finnst vanta meiri sætu eða sinnep þá bara bætið þið við og smakkið til eftir smekk. Sósan er borin fram sér með réttinum

 

Ef ykkur lýst vel á þennan ættuð þið að elska þessa uppskrfit hér líka.

Verði ykkur að góðu

María 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest