Tryllt góðar aspas og ostafylltar beikonrúllur

höf: maria

Þessa uppskrift er einnig hægt að finna hér inn á þessari færslu ásamt öðrum frábærum uppskriftum. Líkt og með brauðréttinn sem er algjörlega búin að fara hamförum hér á vefnum þá fannst mér þessi uppskrift of falin.

Því ákvað ég að gefa henni eigin færslu enda er hér um að ræða bilað gott gúmmelaði. Rúllurnar er hægt að hafa sem fingramat í veislum, tapas, í partý, yfir góðu sjónvarpskvöldi eða bara eins og þið kjósið. Það sem ég get lofað ykkur er að þær eru tryllt góðar.

Þessi uppskrift er eins og uppskriftin af heita réttinum einnig komin frá mömmu Ragga, og er þetta eitthvað sem hann gerir alltaf. Þetta er svo guðdómlega gott og er hver rúlla einn munnbiti. Þessar rúllur eru flottar í hvaða partý sem er of ef þið viljið halda tapas veislu með þeim þá má finna fleiri uppskriftir af tapasréttum  hér .

Í rúllurnar þarf:

  • 1 poka fransbrauð
  • Brauðost
  • 1 dós aspas
  • 1-2 bréf beikon

Aðferð:

  • Byrjið á að skera skorpuna af brauðinu og fletjið það svo út með kökukefli

  • Skerið brauðsneiðarnar í tvennt og einnig beikonsneiðarnar. Setjið svo næst beikonsneið á bretti og brauðið ofan á

  • Skerið næst eina ostsneið á hverja sneið af brauði og setjið aspas á endana eins og sýnt er hér á myndinni fyrir ofan.
  • Brauðinu er svo rúllað upp og tannstöngli stungið í gegn

  • Raðið svo á ofnskúffu með smjörpappa og hitið á 200°C þar til osturinn er bráðnaður og beikonið orðið dökkt og stökkt.

Þessar eru meira en góðar !!

Tryllt góðar aspas og ostafylltar beikonrúllur

Þessa uppskrift er einnig hægt að finna hér inn á þessari færslu ásamt öðrum frábærum uppskriftum. Líkt og með brauðréttinn sem er… Matur Tryllt góðar aspas og ostafylltar beikonrúllur European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 poka fransbrauð
  • Brauðost
  • 1 dós aspas
  • 1-2 bréf beikon

Aðferð

  1. Byrjið á að skera skorpuna af brauðinu og fletjið það svo út með kökukefli
  2. Skerið brauðsneiðarnar í tvennt og einnig beikonsneiðarnar. Setjið svo næst beikonsneið á bretti og brauðið ofan á
  3. Skerið næst eina ostsneið á hverja sneið af brauði og setjið aspas á endana eins og sýnt er hér á myndinni fyrir ofan.
  4. Brauðinu er svo rúllað upp og tannstöngli stungið í gegn
  5. Raðið svo á ofnskúffu með smjörpappa og hitið á 200°C þar til osturinn er bráðnaður og beikonið orðið dökkt og stökkt.

Bon appetit

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here