Lakkrísdöðlugott með karamellu og hvítu súkkulaði

höf: maria

-Samstarf-

Hver elskar ekki döðlugott ? Seigt og mjúkt undir tönn og eitthvað sem algjörlega hefur slegið í gegn.

Nú eru komnar alls kyns útgáfur af döðlugotti fyrir utan þetta hefðbundna, og hér kemur mín útgáfa.

Í botninn nota ég saltlakkrísdöðlur frá Dave & Jon’s og kornflakes en mér finnst það gefa svo gott bragð og áferð.

Á milli geri ég ofureinfalda karamellu úr niðursoðinni mjólk úr dós eða Condenced milk sem fæst nú í flestum stórvörumörkuðum og þá oftast staðsett í kínamatsdeildinni.

Karamelluna tekur enga stund að gera og er afar einföld svo ekki hræðast það að gera hana.

Svo toppa ég döðlugottið með hvítu bræddu súkkulaði. Útkoman er skemmtilega öðruvísi og ofsa góð.

Ef þú elskar saltlakkrís muntu elska þetta döðlugott !!

Lakkrísdöðlugott með karamellu og hvítu súkkulaði

-Samstarf- Hver elskar ekki döðlugott ? Seigt og mjúkt undir tönn og eitthvað sem algjörlega hefur slegið í gegn. Nú eru komnar… Sætt Lakkrísdöðlugott með karamellu og hvítu súkkulaði European Prenta
Serves: 1 eldfast mót Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Döðlubotn 

  • 250 gr eða 2 pokar af Dave & Jon´s saltlakkrísdöðlur 
  • 100 gr korn flakes (appelsínugula með hananum utan á pakka)
  • 120 gr smjör 
  • 60 gr púðursykur 

Karamella 

  • 1 dós niðursoðin mjólk eða Condenced milk (fæst oftast hjá kínamatnum í stærri stórvöruverslunum, bara alls ekki kaupa condenced coconut milk)
  • 200 gr smjör 
  • 3 msk sykur 
  • 4 msk bökunarsíróp (Golden Syrup)

Ofan á 

  • 200 gr hvítt súkkulaði 

Aðferð

Döðlubotn 

  1. Klippið döðlurnar í minni bita og setjið í pott ásamt smjöri og púðursykri og látið bráðna hægt og rólega þar til þetta líkist þykkri karamellu
  2. Slökkvið þá undir pottinum og bætið kornflakesi út í og hrærið vel saman 
  3. Setjið smjörpappa í ferkantað eldfast mót og látið hann ná vek upp með köntunum,  þjappið döðlugumsinu vel í botninn 
  4. Setjið í frystir og byrjið á karamellunni 

Karamella 

  1. Setjið niðursoðnu mjólkina ásamt sykrinum, sírópinu og smjörinu saman í pott við vægan hita og hrærið í allan tímann þar til allt er vel bráðnað saman 
  2. Hækkið þá hitann upp þar til bullsýður og hrærið allan tímann í meðan karamellan þykknar og dökknar aðeins eins og í 5 mínútur 
  3. Slökkvið þá undir og takið döðlubotninn úr frystinum og hellið karamellunni yfir hann og stingið aftur inn í frystir og bræðið hvíta súkkulaðið 

Ofan á 

  1. Setjið vatn í botninn á potti og skál yfir, ekki láta vatnið snerta botninn á skálinni
  2. Brjótið súkkulaðið út í skálina og kveikjið á hellunni á miðlungshita þar til súkkulaðið er allt bráðnað í skálinni, gott er að hræra í því endrum og eins svo það brenni ekki 
  3. Takið nú döðlugottið úr fyrstinum og hellið súkkulaðinu yfir karamelluna og setjið í kæli í eins og 1 klst 
  4. Svo er gott að geyma þetta áfram í kæli jafnvel frystir en þá er gott að taka út bita og bita eins og 15 mínútum áður en hann er borðaður

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here