Æðislegir og einfaldir sítrónukókos orkuboltar

höf: maria

-Samstarf-

Mér finnst ekkert betra en að eiga eitthvað gúmmelaði inn í ísskáp sem hægt er að grípa í en er hollt og gefur orku.

Auk þess að gefa manni góða og jafna orku verður maður líka saddur af þessu sætindi annað en með hefðbundið sælgæti og kökur.

Þessir orkuboltar voru afar fljótir að hverfa ofan í okkur mæðgur og algjörlega án nokkurs samviskubits.

Þeir eru ekki of sætir og með dásamlega ferskan sítrónukeim án þess þó að vera of yfirþyrmandi.

Kókósin er smá áberandi hér en hann gefur orkuboltunum áferð eins og er að finna inn í Bounty súkkukalaði.

Hér er mikilvægt að vera búin að kæla þá vel áður en þeirra er neytt en þeir urðu enn betri eftir því sem þeir voru lengur í kælir.

Ég myndi segja að þeir þoli að vera í ísskáp í 5-7 daga en svo er líka hægt að frysta þá og eiga enn lengur.

Hér notaði ég auðvitað allt frá MUNA enda eins og ég hef oft sagt áður er það bara á svo góðu verði en samt um svo góðar vörur að ræða.

Ekki hafa áhyggjur þó deigið sé smá blautt til að byrja með en það stífnar í kælinum.

Æðislegir og einfaldir sítrónukókos orkuboltar

-Samstarf- Mér finnst ekkert betra en að eiga eitthvað gúmmelaði inn í ísskáp sem hægt er að grípa í en er hollt… Lítið og létt Æðislegir og einfaldir sítrónukókos orkuboltar European Prenta
Serves: 17-20 kúlur Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 poki eða 200 gr MUNA kasjúhnetur 
 • 1/2 poki eða 100 gr MUNA kókosmjöl 
 • Börkur af 2 sítrónum (raspið bara gula lagið ekki fara ofan í hvíta)
 • safi úr 1/2 sítrónu 
 • 1 tsk gróft salt 
 • 3 msk MUNA agave síróp 
 • 2 msk af þykka laginu af kókósmjólk í dós 
 • 2 msk af þunna vatninu af kókósmjólk í dós
 • smá MUNA kókosmjöl til að velta upp úr 

Aðferð

 1. Hér þarf ekki að bleyta upp kasjúhnetur fyrst heldur eru þær settar beint í matvinnsluvél úr pokanum 
 2. Gott er að vera búin að setja inn í ísskáp eina dós af kókosmjólk áður en kúlurnar eru gerðar svo þykka lagið setjist pottþétt upp á yfirborðið en oftast er það nú þannig þó dósin fari ekki í ísskáp en betra að vera viss bara
 3. Nú skuluð þið setja öll hráefni í þeirri röð sem þau eru talin upp nema auka kókósmjölið til að velta upp úr í matvinnsluvél 
 4. Maukið saman þar til er orðið svona klístrað og hægt að móta úr því kúlur
 5. Passið að mauka ekki of mikið heldur þá verður það að smjöri, mótið nú kúlur úr massanum og veltið upp úr kókósmjöli (ekki hafa áhyggjur ef ykkur finnst þær linar því þær stífna í ísskáp)
 6. Ég hafði mínar svoldið stórar eða aðeins minni en borðtenniskúlu en þið getið haft þær minni líka eins og venjulegar kókóskúlur 
 7. Geymið svo í kæli, en þær eru bestar kaldar og þegar þær hafa stífnað svoldið í kælinum 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here