Silkimjúkur gulrótarkökuhleifur með rjómaostakremi

höf: maria

-Samstarf-

Ég elska gulrótarköku en finnst oft bara eitthvað svo mikið maus að gera þær. Sérstaklega ef þær eru svona með kremi á milli og allt um kring.

Því ákvað ég að fara auðveldu leiðina og gera gulrótarköku í brauðformi eða svona gulrótarkökuhleif.

Það er svo miklu einfaldara og tekur styttri tíma þar sem þarf ekki að gera tvo botna og allt vesenið sem því fylgir.

Hér er kökunni bara hellt í brauðform, kæld og dásamlegu rjómaostakremi smurt ofan á. Auðvelt einfalt og gott.

Í kökuna set ég smá ananas, kókósmjöl og hnetur, útkoman verður silkimjúk og rök kaka með smá biti í sem ég elska.

Ef þið villjið sleppa ananas og hnetum þá er það alveg ykkar val. Eins og ég segi þá er þetta afar einföld og góð uppskrift sem þið getið alveg leikið ykkur með að vild.

Í kremið nota ég Philadelphia rjómaost en mér finnst hann langbestur þegar ég geri rjómaostakrem.

Philadelphia er silkimjúkur og auðveldur að hræra, auk þess er hann mildur en ekki með þessu súra rjómostabragði sem mér finnst ég oft finna af öðrum rjómaostum.

Silkimjúkur gulrótarkökuhleifur með rjómaostakremi

-Samstarf- Ég elska gulrótarköku en finnst oft bara eitthvað svo mikið maus að gera þær. Sérstaklega ef þær eru svona með kremi… Bakstur Silkimjúkur gulrótarkökuhleifur með rjómaostakremi European Prenta
Serves: 10 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Gulrótarkaka

  • 140 gr hveiti 
  • 1/2 tsk matarsódi 
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk kanill 
  • 1/4 tsk muskat 
  • 1/8 tsk negull 
  • 100 gr sykur 
  • 100 gr púðursykur 
  • 2 egg 
  • 1,5 dl ólifuolía 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • 180 gr rifnar gulrætur 
  • 50 gr pekanhnetur eða valhnetur 
  • 1/2 dós eða 70 gr maukaður ananas (ekki hafa safann með)
  • 1/2 dl kókósmjöl 

Rjómaostakrem

  • 115 gr Philadelphia Original rjómaostur 
  • 55 gr mjúkt smjör 
  • 340 gr flórsykur 
  • 1 tsk vanilludropar 

Aðferð

Gulrótarkaka 

  1. Setjið öll þurrefni saman í skál ásamt kókós og smátt muldum hnetum og hrærið létt saman með matskeið
  2. Setjið svo í hrærivélarskál egg og sykur og hrærið þar til er orðið loftkennt létt og ljóst
  3. Hafið hrærivélina áfram í gangi við lágan hraða og bætið olíunni hægt saman við í mjórri bunu, svo vanilludropunum, rifnum gulrótum og ananas (verið búin að þerra aðeins anananasinn)
  4. Hrærið þar til allt er vel blandað saman við lágan hraða og bætið svo þurrefnunum útí skálina og passið að hræra ekki allt of mikið svo kakan verði ekki seig
  5. Smyrjið frekar stórt brauðform að innan og hellið deiginu í 
  6. Bakið svo við 180-185 °C blástur í 40-45 mín og gerið kremið á meðan 

Rjómasostakrem

  1. Þeytið saman rjómaostinum, vanilludropum og smjöri þar til er orðið loftkennt og ljóst 
  2. Bætið þá flórsykrinum út í hægt og vandlega og þeytið saman alveg þar til kremið er orðið vel loftkennt og ljóst að lit eða  í eins og c.a 5 mín 
  3. Kælið kökuna og setjið kremið ofan á og til hliðanna ef þið viljið og myljið smá hnetur yfir 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here