Geggjuð píta með rækjum, karrýgrjónum og sinnepssósu

höf: maria

-Samstarf-

Pita þarf ekki alltaf að vera með grænmeti hakki og pitusósu. Hún má vera alls konar og allavega og hér er ein sem er alveg geggjað góð.

Ég sótti innblástur í hana frá geggjuðum rétt sem ég nota svo oft í veislum og er hafður með ristuðu brauði eða góðu baguette brauði.

Ég hugsaði því, af hverju ekki að prófa að gera eitthvað svipað og setja inn í pítubrauð ?? Útkoman var hreint út sagt ofsa góð.

Svo geymist þetta líka vel í kæli svo hægt er að hafa hana aftur eða jafnvel taka með í nesti daginn eftir.

Þetta er afar einfalt og ekki mikil eldamennska, það eina sem þarf að gera er að sjóða grjón og saxa niður smá papriku og útbúa sósu.

Hér finnst mér best að nota Hatting pitubrauðin en þau eru bara einfaldlega best og það kemst líka vel af gúmmelaði inn í þau.

Geggjuð píta með rækjum, karrýgrjónum og sinnepssósu

-Samstarf- Pita þarf ekki alltaf að vera með grænmeti hakki og pitusósu. Hún má vera alls konar og allavega og hér er… Matur Geggjuð píta með rækjum, karrýgrjónum og sinnepssósu European Prenta
Serves: 6-12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Karrýgrjónin

 • 1 glas af löngum grjónum c.a 120 gr 
 • 2 glös vatn c.a 280 ml/280 gr 
 • 1 tsk fínt borðsalt 
 • 1 tsk karrý 
 • 1/2 tsk cumin (ath ekki Kúmen)
 • 1/2 tsk kóríander í dufti (notaði frá Pottagöldrum)
 • 20 gr rúsínur

Rétturinn sjálfur 

 • 150 gr sveppir í sneiðum
 • 15 gr smjör 
 • 400-600 gr rækjur frosnar (bara venjulegar ekki risarækjur)
 • 1 rauð paprika
 • 1 græn paprika
 • Soðnu grjónin hér að ofan
 • 1 dós maísbaunir
 • 2 tsk arómatkrydd
 • 1 tsk karrý
 • 1 tsk hvítlauksduft 
 • salt og pipar 
 • 1-2 pakkar pitubrauð 

Sinnepssósa 

 • 125 gr mayones
 • 125 gr sýrður rjómi með graslauk (í græna boxinu)
 • 3 msk sætt sinnep
 • 2 msk hunang
 • Örlítið arómat
 • Ferskur graslaukur ef vill en má sleppa

 

Aðferð

Karrýgrjónin

 1. Setjið grjón og vatn í pott og kryddið með kryddunum 
 2. Setjið rúsínur út í og látið sjóða undir loki í 20 mín eða þar til allt vatn er gufað upp

Rétturinn sjálfur 

 1. Þegar grjónin eru til setjið þau þá í skál og hrærið upp 
 2. Setjið smjör á pönnu og setjið sveppi út á og saltið smá 
 3. Skerið paprikurnar smátt
 4. Afþýðið rækjurnar með því að setja þær í sigti undir heita vatnsbunu og þerrið svo vel á eldhúspappa
 5. Setjið sveppina svo út í og rest af innihaldsefnum
 6. Blandið öllu saman í stóra skál og kryddið með kryddunum
 7. Hrærið vel saman og gerið sinnepssósu 

Sinnepssósa 

 1. Hrærið öllu vel saman og kryddið
 2. klippið graslauk svo smátt ofan í ef vill

Pitan 

 • Troðið vel að grjónum inn i pituna og setjið vel af sósu með 
 • Gott er að neyta bæði nýtilbúið og einnig kalt 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here