Brauðbúðingur með vanillussósu

höf: maria

Já ég veit að þetta hljómar alveg smá spes en ég get sko lofað ykkur því að þessi uppskrift er alveg rosalega góð.

Ef þið hafið ekki heyrt um brauðbúðing áður þá er hann mjög vinsæll í Bretlandi og Ameríku, en áður var hann þekktur fyrir að vera eftiréttur fátæka mannsins.

Í dag hins vegar er þetta eftirréttur sem er þekktur um allan heim og finnst í alls kyns útgáfum. Nær alltaf er hann samt gerður úr brauði, eggjum, og rjóma.

Svo er mismunandi hvaða aukabragð er notað, en oft er notaður kanill og vanillusósa. Hér gerði ég alveg mína eigin útgáfu sem kom rosalega vel út.

Ég notaðist við Croissant og mjólkurlausar vörur frá Oatly sem koma algjörlega bragðlega séð í stað rjóma.Nema þær eru mun léttari í maga og láta mann ekki fá þessa velgju sem ég fæ oft af rjóma.

Ég notaði ekki Oatly vegna mjólkuóþols né neitt þannig heldur finnst mér bara hafravörur vera oft mun betri en hefðbundndar mjólkurvörur í bakstur og latte t.d. og mér líður betur af þeim.

Ef þið viljið hafa réttinn alveg mjólkurlausan mæli ég með því að nota fínt formbrauð eða súrdeigsbrauð í stað Croissant.

Til að toppa svo þetta allt saman notaði ég vanillusósuna frá Oatly sem er ein sú besta sem ég hef smakkað. Ég get lofað að þið hafið ekki hugmynd um að þið séuð að borða jurtavörur í stað mjólkurvara.

Þetta er bara aðeins of gott til að láta fram hjá sér fara.

Brauðbúðingur með vanillussósu

Já ég veit að þetta hljómar alveg smá spes en ég get sko lofað ykkur því að þessi uppskrift er alveg rosalega… Bakstur Brauðbúðingur með vanillussósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 10 smjörhorn eða Croissant (Ég keypti frosin óbökuð og bakaði þau eftir leiðbeiningum í ofni) eða 5 bolla af súrdeigsbrauði eða öðru brauði sem ykkur finnst gott
 • 1 askja af Oatly sýrðum rjóma
 • 4 egg
 • 1/2 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel (gerir rosa gott bragð)
 • 1,5 tsk vanilluextract
 • 3/4 bolli hvítir og dökkir súkkulaðidropar (megið líka sleppa hvítu)
 • 1 hyrna af vanillussósu frá Oatly

Aðferð

 1. Ef þið notið frosin Croissant byrjið þá á að baka þau í ofni eftir leiðbeiningum á pakka
 2. Byrjið svo á að gera sósuna með því að hræra saman eggjum, sýrða rjómanum, vanilluextractinu og sykrinum
 3. Skerið svo Croissant hornin eða brauðið í teninga og látið út í sósuna
 4. Látið standa í eins og 15 mínútur svo að brauðið drekki í sig vökvann
 5. Bætið svo súkkulaðidropunum varlega saman við og hrærið öllu varlega en vel saman
 6. Ég setti búðingin í 4 souffle form en það er líka hægt að setja hann í stórt kringlótt eldfast mót
 7. Bakið í ofni á 180-190 C° blæstri í 30-35 mínútur eða þar til allt er orðið gyllinbrúnt að ofan
 8. Berið svo fram með vanillussósunni frá Oatly en henni er stranglega bannað að sleppa enda setur hún punktinn algjörlega yfir i-ið

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgið mér á Instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd