Ofureinfalt Alfredo pasta með kjúkling og Broccoli

höf: maria

-Samstarf-

Þessi dásamlegi og einfaldi pastaréttur er innblásin af pastarétt sem ég fékk mér af og til á Ruby Tuesday þegar það var hér á landi.

Alfredo pasta er vinsæl Ítölsk uppskrift þar sem flötu pasta eins og fettuccine eða tagliatelle er blandað í sósu þar sem uppistaðan er smjör og parmesan.

Hér bætti ég þó um betur og setti auðvitað rjóma í líka svo úr varð silkimjúk glansandi og bragðmikil sósa.

Galdurinn við að fá enn mýkri og bragðbetri sósu er að nota rjómaost í hana líka en hér ákvað ég að notast við eggjapasta frá DeCecco.

Munurinn á pasta með eggjum í og án eggja er aðallega áferðin, en mér finnst pasta með eggjum í oft vera mýkra og með silkikenndari áferð.

Það eina sem þarf að passa með eggjapasta er að hafa meira vatn til suðu því það dregur vel í sig vökva og að pastasósan sé ögn þynnri eða vökvameiri en venjulega.

Rétturinn er afar fljótlegur en pastað þarf ekki nema 7 mínútna suðu sem dæmi, en kosturinn við De Cecco pasta er að það er fljótgert og klessist síður saman.

Ofureinfalt Alfredo pasta með kjúkling og Broccoli

-Samstarf- Þessi dásamlegi og einfaldi pastaréttur er innblásin af pastarétt sem ég fékk mér af og til á Ruby Tuesday þegar það… Aðalréttir Ofureinfalt Alfredo pasta með kjúkling og Broccoli European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Alfredo sósa 

  • 110 gr smjör 
  • 1 askja Philadelphia Original 
  • 1,5 tsk hvítlauksduft (Garlic powder, alls ekki hvítlaukssalt) 
  • 3 dl rjómi 
  • 1 msk Oscar kjúklingakraftur í duftformi 
  • 180 gr rifinn parmesan ostur 
  • 1/2 tsk salt 
  • 1/4 tsk svartur pipar 

Annað :

  • 2 kjúklingabringur 
  • lítill brokkólí haus 
  • 3 msk ólífuolía 
  • Salt og pipar
  • 250 gr ósoðið De Cecco tagliatelle All´Uovo 

Aðferð

  1. Skerið bringur í langa þunna bita og hitið ólífuoliu á pönnu 
  2. Steikið bringunar í olíunni og saltið og piprið
  3. Þegar bringurnar taka á sig hvítan lit má bæta brokkóli út á og steikja saman þar til bringurnar eru smá brúnaðar og brokkólíið glansandi grænt og fallegt 
  4. Takið af pönnunni og setjið á disk til hliðar
  5. Sjóðið nú pastað í vel söltuðu vatni í 7 mínútur, vatnið á að vera nánast jafn saltað og sjóvatn
  6. Gerið sósuna á meðan pastað sýður en notið sömu pönnuna til verksins og kjúklingurinn var á án þess að þrífa neitt á milli 

Alfredo sósa 

  1. Byrjið á að bræða smjörið á pönnuni við vægan hita 
  2. Þegar smjörið er bráðnað bætið þá Philadelphia ostinum og hvítlauksduftinu saman við og hrærið vel, þetta verður alveg smá aðskilið og skrítin áferð en ekki hafa áhyggjur af því, það á að vera þannig á þessu stigi
  3. Bætið næst við rjómanum og kjúklingakraftinum og hrærið vel við vægan hita þar til byrjar að sjóða, lækkið þá aðeins undir og bætið  salti, pipar og parmesan ostinum, við smátt og smátt og haldið áfram að hræra 
  4. Leyfið nú sósunni að sjóða saman í eins og 5 mínútur og hrærið af og til í á meðan 
  5. Takið svo af hellunni og látið sósuna standa í aðrar 5 mínútur því þá þykknar sósan 
  6. Hellið vatninu af pastanu en alls ekki skola það !!! 
  7. Setjið kjúklinginn og brokkólíið saman við sósuna og blandið saman 
  8. Hægt er að bera pastað fram sér og fá sér sósu ofan á eða blanda pastanu saman við sósuna og bera þannig fram
  9. Mæli með að hafa hvítlauksbrauð með þessum rétti og jafnvel ferskt salat 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here