Besta brauðið með nýjustu snilldinni frá Kitchen Aid

höf: maria

-Samstarf-

Ég hefði aldrei trúað því að það yrði hægt að baka jafn gott brauð á jafn einfaldan máta og ég gerði núna í fyrsta skiptið um daginn.

Það er komin svo frábær viðbót frá Kitchen Aid sem hjálpar til við brauðbakstur og einfaldar málið á snilldarlegan hátt.

Um er að ræða sérstaka brauðbökunarskál þar sem maður gerir allt ferlið í skálinni þ.e blandar, hnoðar, hefar og bakar !!! Hægt er að gera bæði brauð eða jafnvel snúða og alls kyns gerbakstur.

Í staðinn fyrir endalausar tilfærslur milli skála og íláta þá þarf maður ekkert nema þessa einu skál í baksturinn.

Og útkoman, guð minn góður, það allra besta heimabakaða brauð sem ég hef smakkað. Eins og beint úr spænsku eða ítölsku bakaríi.

Skorpan var eitthvað annað góð, hún var létt og stökk og svona fleikí eins og maður myndi segja á slæmri íslensku.

Mér fannst ég vera að borða nýbakað ciabatta brauð, það var þannig skorpa á brauðinu mínu.

Ég ákvað að selja gömlu bláu yndislegu hrærivélina mína og fá mér nýja í hlutlausari lit þar sem ég er að breyta öllu hér heima.

Ég fékk mér kremlitaða Artisan 185 vél í þetta skiptið eins og þessa hér, og vá ég er að elska hana.

Munurinn á Artisan 175 og 185 er aðallega sá að Það er enginn munur á vélinni sjálfri, heldur aðallega munur á aukahlutunum.

185 vélin er með skál með mattri áferð og fylgihlutirnir eru úr ryðfríu stáli og mega því fara í uppþvottavél.

175 vélin kemur með auka flötum hrærara með sleikjuarmi sem er ekki með 185 vélinni, en aukahlutirnir með 175 vélinni mega ekki fara í uppþvottavél.

Uppskriftina af brauðinu fékk ég á erlendu heimasíðu kitchen Aid en það var ótrúlega einfalt og ekki nema 4 hráefni í því.

Brauðbökunarskálin fæst í Raflandi og mæli ég eindregið með að þið fjárfestið í einni slíkri ef þið elskið að baka brauð.

Útkoman er brauð á alveg nýju leveli, brauð eins og úr besta bakaríi.

Hér er hægt að kynna sér skálina enn betur og hér getið þið pantað hana beint af vefnum, en hún er hverrar krónu virði.

Artisan brauð í boði Kitcehn Aid

-Samstarf- Ég hefði aldrei trúað því að það yrði hægt að baka jafn gott brauð á jafn einfaldan máta og ég gerði… Bakstur Besta brauðið með nýjustu snilldinni frá Kitchen Aid European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 375 gr hveiti 
  • 6 gr þurrger 
  • 8 gr fínt borðsalt 
  • 300 ml volgt vatn 

Aðferð

  1. Byrjið á að hita brauðgerðarskálina með því að fylla hana af heitu vatni og þurrka svo vel á eftir
  2. Setjið öll þurrefnin (líka gerið) saman í volga brauðgerðarskálina og setjið krókinn á 
  3. Hrærið létt saman með króknum á stillingu 2 
  4. Bætið nú volgu vatninu hægt og rólega saman við meðan hún er að hnoða á stillingu 2 
  5. Hnoðið í eins og 1,5 til 2,5 mínútu eða þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn (ATH deigið er blautt og á að vera þannig)  
  6. Setjið næst lokið á skálina og látið hefast á volgum stað í 1 klst (mér finnst gott að láta hefast á gólfi með gólfhita eða í gluggakistu með miðstöðvarofni undir)
  7. Setjið næst örlítið hveiti á bretti til að deigið festist ekki á því og takið deigið úr skálinni og setjið á brettið 
  8. Teygjið það ögn út og inn að miðju og mótið úr því fallega kúlu
  9. Setjið næst bökunarpappír á lokið sem snýr nú upp eins og fat, stráið ögn hveiti yfir brauðið
  10. Þvoið skálina, þurrkið hana og stráið vel af hveiti inn í skálina þannig það þeki brúnar hennar 
  11. Hvolfið skálinni svo yfir lokið með deiginu á og látið hefast í aðrar 30 mín 
  12. Kveikið næst á ofninum við 230 °C hita (blástur er betra) og stingið skálinni inn á hvolfi sem næst miðju en samt þannig sé pláss fyrir hana í ofninum
  13. Bakið í 30 mín og kikjið svo á brauðið, hjá mér var það til eftir 30 mínútur 
  14. Ef ykkur finnst það þurfa meiri tíma stingið því þá aftur inn án þess að hvolfa skálinni aftur yfir heldur bara á lokinu í 5-10 mínútur til viðbótar

Verði ykkur að góðu

María

Ef þið viljið sjá betur hvernig skálin virkar getið þið farið á high lights hjá mér á Instagram undir Kitchen Aid

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here