Ofureinfalt útilegukakó

höf: maria

-Samstarf-

Hér gefur að líta afar einfalt kakó sem hentar vel í útileguna í sumar. Það má samt líka vel gera bara heima fyrir góðar stundir.

Í kakóið sjálft þarf ekki nema 3 hráefni, niðursoðna dósamjólk, vatn og bökunarkakó. En síðan er mjög gott að toppa það með rjóma og eða sykurpúðum.

Í útilegu er alveg tilvalið að hafa grillaða sykurpúða með og sprauturjóma, en ef gert er heima mæli ég með að hafa ekta þeyttan rjóma og súkkulaði spænir.

Þar sem dósamjólkin er dísæt þarf ekki að bæta við sykri þó maður noti bökunarkakó en mér finnst Cadbury kakóið henta best í þennan drykk, enda allt súkkulaði frá þeim með því betra sem ég hef smakkað.

Hér er ekkert vesen á ferðinni, bara henda dósamjólk í pott á prímusinn og bæta vatni og kakó saman við. Grilla nokkra sykurpúða og málið dautt.

Kakóið er frekar sætt og því hentar það vel með eins og einhverju minna sætu, eins og góðri samloku eða jafnvel með grilluðum pylsum en hver elskar ekki kókomjólk með pylsu ??

Ofureinfalt útilegukakó

-Samstarf- Hér gefur að líta afar einfalt kakó sem hentar vel í útileguna í sumar. Það má samt líka vel gera bara… Drykkir Ofureinfalt útilegukakó European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1x 305 ml niðursoðin dósamjólk (condensed milk)
  • vatn 
  • 5 msk Cadbury bökunarkakó 
  • Sykurpúðar 
  • sprauturjómi eða venjulegur þeyttur rjómi 
  • Súkkulaðispænir (má sleppa) 

Aðferð

  1. Hellið dósamjólkinni í pott 
  2. Fyllið svo dósina af mjólkinni 2 x af vatni og hellið saman við
  3. Bætið svo 5 msk af kakó út í og hrærið vel 
  4. Grillið sykurpúða 
  5. Þegar kakóið er byrjað að sjóða hellið því þá í bolla og toppið með sykurpúðum og rjóma 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here