Nýja eldhúsið mitt

höf: maria

Að velja nýtt eldhús er eitthvað sem maður þarf að gera vel. Hvaða kosti vill maður að eldhúsið sitt búi yfir. Ég var búin að vinna sem bloggari í eldhúsi sem var orðið gamalt og lúið. Getið séð það hér.

Sem venjulegt hversdagseldhús var það svo sem fínt en sem fageldhús ekki svo. Mig vantaði mikið borðpláss og skápa og skúffupláss og var orðin langþreytt á að berjast við yfirfullar skúffur og skápa.

Því var gott skápaplásss og mikið borðpláss mér ofarlega í huga. Nýja eldhúsið mitt er úr Rafha og er frá Kvik. Það er óhætt að segja að það er algjört draumaeldhús og uppfyllir allar mínar kröfur um eldhús.

Nóg borðpláss, fullt af skápaplássi og risastórar skúffur sem rúma heilan helling. Einnig valdi ég að hafa tækjaskáp sem að mínu mati er algjör skyldueign þegar fengið sér er nýtt eldhús.

Að geta lokað raftækin inn í skáp þar sem jafnframt er vinnupláss til að smyrja brauð og hella sér á kaffi og jafnvel baka er algjör draumur.

Eyjan hjá mér er 3,6 m á lengd og því nóg af borðplássi, við hana komast 4 stólar en ég valdi mér afar þægilega stóla úr Pennanum sem eru frá La palma og heitir Miunn.

Þeir eru hreint út sagt geggjaðir að sitja á og henta einnig vel  fyrir litla krakka þar sem þeir eru með baki.

Hér kom svo ekkert annað til greina en að velja sér tvö bakaraofna og gaseldavél en við völdum að taka allann pakkan hjá Rafha þ.e eldhús, raftæki og borðplötu.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6648-644x1024.jpg

Raftækin eru frá Siemens en borðplatan er úr eik og heitir Grey oak. Við erum vægast sagt í skýjunum með hana, en mér finnst viðurinn gera svo hlýlegt og fallegt.

Þar sem eldhúsið er frekar minimaliskt langaði mig að hlýja það ögn upp og fylla upp í plássið og fékk ég mér bókaskápa við endann.

Það gerir alveg ótrúlega mikið að raða þar í fallegu eldhúsdjásni og gefur það eldhúsinu mikla fyllingu og hlýleika og gerir það mjög svo heimilislegt.

Mig langar að mæla 100 % með þjónustunni hjá Rafha en allt frá byrjun voru þeir 100%, hugsuðu fyrir öllu og tóku allar manns óskir inní.

Einnig stóðst allt sem þeir sögðu varðandi afhendingartímann sem má teljast vel gert í miðju Covid ástandi. Ég er blússandi glöð með lokaútkomuna og mæli heilshugar með eldhúsum frá Kvik.

Eldhúsið er allt málað með alveg mattri málningu sem kallast Dekso 1 ultramatt frá Flugger og er í Paz hvítum. Það er ekkert mál að þrífa hana og stenst hún allar mínar væntingar.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here