Tapas ostabakki með söltu og sætu

höf: maria

-Samstarf-

Þó ég elski hefðbundna ostabakka með ostum, sultum og vínberjum finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og slá út af venjunni.

Ég held að margir séu fastir í því að ostabakkar þurfi alltaf að vera eins en það er svo fjarri lagi. Það má útbúa fagran ostabakka með lítillri fyrirhöfn á stuttum tíma.

Þessi ostabakki sem þið sjáið hér er kannski meira eins og blanda af Tapas og ostabakka. Hér blanda ég saman söltu og sætu og bæti við nýjung sem er geggjuð á ostabakkan eða á Tapas borðið.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_7725-683x1024.jpg

Þessi nýjung minnir mig svo á sveitina mína á Spáni en þetta eru fylltar ólífur, smágrasker og paprikur sem eru fylltar með ferskosti. Guð minn góður hvað þetta er gott með ostum og pulsum.

Þessar Gourmet vörur koma frá austurrísku fjölskyldufyrirtæki sem kallast Die Käsemacher, Fyrirtækið sérhæfir sig í handgerðum sælkeravörum og ostum úr hráefnum í hæsta gæðaflokki.

Þetta er líka snilldin ein í matargerð eða bakstur en að setja ólífurnar sem dæmi í brauð og gera góðan fiskrétt með smágraskerinu og eða paprikunum finnst mér hljóma eins og algjör snilld sem ég mun prófa.

Þessi Tapas ostabakki er afar einfaldur og þarf litla fyrirhöfn, hann er engu að síður litríkur og fallegur og afar góður. Hér skiptir máli að blanda saman góðum ávöxtum, hnetum, ostum, brauði og svo einhverju sætu.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_7748-683x1024.jpg

Ég var með súkkulaðirúsínur og franskar vöfflur sem sætt en en mér finnst algjör skylda að hafa sætt með söltu. Stjarnan á bakkanum er klárlega vörurnar frá Die Käsemacher

Tapas ostabakki með söltu og sætu

-Samstarf- Þó ég elski hefðbundna ostabakka með ostum, sultum og vínberjum finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og slá… Lítið og létt Tapas ostabakki með söltu og sætu European Prenta
Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Ostabakki 

  • Pistasíuhnetur 
  • Saltar eða kryddaðar möndlur 
  • Súkkulaðirúsínur 
  • Sætmeti eins og franskar vöfflur, hægt að kaupa litlar eða eitthvað annað sætt eins og litlar Brownies 
  • Salami pylsa 
  • Hráskinka 
  • Snittubrauð, gott að grilla á grillpönnu sem dæmi 
  • ostakex stangir (fást í Fjarðarkaup)
  • 1 krukka fylltar smápaprikur frá Die Käsemacher (fæst í Fjarðarkaup 
  • 1 krukka fylltar Ólífur frá Die Käsemacher
  • 1 krukka fyllt smágrasker frá Die Käsemacher
  • 3-4 tegundir af ostum sem dæmi Brie, hvítlauksrjómaost og 2 sterkari osta. Hér er uppskrift af heimagerðum hvílauksrjómaosti ef þið viljið gera hann sjálf en hann er sturlað góður. 
  • 2 perur, 4 plómur, blóðappelsína og döðlur helst ferskar úr kæli 

Aðferð

  1. Skerið ávextina niður í þunnar sneiðar og skreytið líka með heilum óskornum ávöxtum en það er svo fallegt 
  2. Setjið ostana á bakka ásamt brauði og ostakex stöngunum
  3. Raðið svo hnetum, rúsínum og ávöxtum um allan bakkann 
  4. Setjið ólífur, smágrasker og paprikurnar í skálar og setjið á bakkann 
  5. Mér finnst oft gott að gera ostabakka aðeins áður en á að bera fram svo ostarnir séu orðnir mjúkir og búnir að taka sig

Punktar

Vörurnar frá Die Käsemacher fást í Fjarðarkaup, Hagkaup, stærri Krónuverslunum, Melabúðinni, Rangá og Kjöthöllinni Háaleitisbraut.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_7721-683x1024.jpg

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here