Heimagerður Ben & Jerry´s með kökudeigi

höf: maria

Ég veit ekki með ykkur en ég elska Ben & Jerry´s með smákökudeigi. Mig hefur alltaf langað til að geta gert hann sjálf og hér er hin fullkomna uppskrift af honum fædd.

Það tók nokkrar tilraunir að ná kökudeiginu sem líkast því sem er í Ben & Jerry´s ísnum, að lokum hófst það og tel ég óhætt að segja að það sé nánast alveg eins.

Ísinn sjálfur er síðan fáranlega auðveldur að gera og inniheldur ekki nema 4 innihaldssefni. Hann helst mjúkur þrátt fyrir að vera í frystir og því auðvelt að móta úr honum kúlur.

Hér er ekkert hrátt, þrátt fyrir að vera með óbökuðu deigi. Það eru ekki egg í ísnum og hveitið í kökudeiginu er bakað í ofni í 10 mín.

Það er eitt innihaldsefni í ísnum sem þið þurfið að vera með á hreinu, niðursoðin sæt mjólk. Hana er hægt að fá í flestum matvöruverlsunum fyrir utan Bónus og er hún oftast staðsett hjá kínamatnum.

Uppskriftin af kökudeiginu er frekar stór og mæli ég með því að þið gerið hana alla og geymið afgangs kúlur í frystir til að nota í næsta skammt af ís eða bara til að borða með kaffinu.

Heimagerður Ben & Jerry´s með kökudeigi

Ég veit ekki með ykkur en ég elska Ben & Jerry´s með smákökudeigi. Mig hefur alltaf langað til að geta gert hann… Eftirréttir Heimagerður Ben & Jerry´s með kökudeigi European Prenta
Serves: 10 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kökudeig

 • 180 gr hveiti 
 • 115 gr smjör 
 • 100 gr púðursykur 
 • 90 gr strásykur 
 • 2 msk rjómi 
 • 2 tsk vanilluextract (dropar sem fást í Hagkaup og Fjarðarkaup) má nota vanilludropa í staðinn 
 • 1/2 tsk salt 
 • 70 gr súkkulaðidropar semi sweet (keypti mína í costco en má nota líka nota aðra)

Ísinn 

 • 1 dós c.a 397 gr af niðursoðinni sætri mjólk eða condensed milk (fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup og er oftast hjá kínamatnum, bara passa að kaupa alls ekki condenced coconut milk)
 • 1 tsk vanilluextract 
 • 500 ml þeyttur rjómi 
 • 6 msk súkkulaðidropar 

Aðferð

Kökudeig 

 1. Hitið ofninn á 175 C°blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á 
 2. Hrærið saman sykur og smjör í hrærivél þar til orðið vel blandað saman
 3. Takið svo hveitið úr ofninum og leggið til hliðar til að kæla 
 4. Blandið svo rjóma og vanillu út í smörsykurinn og hrærið áfram þar til létt og ljóst 
 5. Þegar hveitið hefur kólnað bætið því þá út í og hrærið allt vel saman í hrærivél 
 6. Bætið síðast súkkulaðidropum út í og hrærið létt saman aftur 
 7. Rúllið upp í mjóar lengjur og skerið í litla bita, gott er að setja svo beint í ísskáp meðan ísinn er gerður
 8. Hægt er að geyma svo afgangsdeig allt upp í 6 mánuði í fyrsti en það er líka gott eitt og sér með kaffinu

Ísinn

 1. Stífþeytið rjómann 
 2. Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál 
 3. Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni varlega saman við smátt eins og í 3 hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju 
 4. Setjið svo 1/3 af ísnum í mót og dreifið svo kökudeigi og súkkulaði dropum yfir 
 5. Setjið svo aftur sama magn í formið og endurtakið með deigið og súkkulaðið 
 6. Setjið svo restina af ísnum í mótið og dreifið deigi og súkkulaði aftur yfir 
 7. Setjið svo í frystir í lágmark 8 klst best yfir nótt 

Punktar

Niðursoðin mjólk kallast condensed milk í verslunum og er hún oftast staðsett þar sem kínamatur er geymdur. Kökudeigið er frekar stór uppskrift og mæli ég með því að þið frystið afganginn til að gera aftur ís seinna, en einnig er gott að borða deigið með kaffinu sem dæmi. Svo er auðvitað hægt að tvöfalda uppskriftina af ísnum og gera tvo ísa.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here