Heimagerður hvítlauksrjómaostur

höf: maria

Hljómar flókið ég veit….en er svo fáranlega auðvelt að þú átt ekki eftir að trúa því. Það liggur við að osturinn geri sig sjálfur svo auðvelt er að gera hann.

Það þarf hins vegar að búa hann til kvöldinu áður, þar sem hann þarf að fá að standa yfir nótt. Ég fékk þessa dásamlegu uppskrift hjá henni Hrönn móðursystur minni fyrir mörgum árum síðan.

Eftir að ég prófaði að gera þennan ost einu sinni varð ekki aftur snúið. Hægt er að nota hann í svo margskonar að það er bara ekki hægt að láta þessa uppskrift fram hjá sér fara.

Ég hef notað hann í ýmsa rétti, til að smyrja snittur með reyktum laxi og steinselju eða spínati. Fyllt hann inn í döðlur vafðar með hráskinku og fleira og fleira….eiginlega bara allt sem mér dettur í hug og aldrei bregst hann !!!

Osturinn fer svakalega vel með kaldhefaða brauðinu og eins snittubrauðinu góða  Ég skora á ykkur að prófa að gera ostinn.

Heimagerður hvítlauksrjómaostur

Hljómar flókið ég veit….en er svo fáranlega auðvelt að þú átt ekki eftir að trúa því. Það liggur við að osturinn geri… Matur Heimagerður hvítlauksrjómaostur European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1/2 líter af rjóma
  • 1/2 líter af hreinu skyri (1 stór dós)
  • 1 tsk fínt borðsalt
  • 4-6 hvítlauksrif (ég nota alltaf 6 en þá er mjög mikið hvílauksbragð af honum)
  • Þurrkuð steinselja eftir smekk

Aðferð

  1. Byrjað er á að setja rjómann og skyrið saman í skál og hræra með písk þar til það er orðið vel blandað saman og silkimjúkt.
  2. Svo þarf að setja tusku yfir skál og festa með klemmum helst, eða festa tuskuna undir skálina.
  3. Því næst er blöndunni hellt ofan í tuskuna og sett til hliðar yfir nótt
  4. Það er best að setja matardisk eða eitthvað fat undir skálina því það getur farið að leka úr ostinum
  5. Eftir nóttina ætti osturinn að vera stífur og laus við allan vökva og vera þéttur í sér
  6. Hellið vökanum sem safnast hefur í skálina í vaskinn
  7. Þá er að taka hann úr tuskunni og setja yfir í aðra skál.
  8. Bætið svo 1 tsk af fínu broðsalti og 4-6 hvítlauksrif marinn yfir
  9. Síðast er svo þurrkaðri steinselju sáldrað yfir eftir smekk. Mér finnst best að hafa 6 hvítlauksrif og nóg af steinselju
  10. Hrærið öllu vel saman þar til osturinn er orðinn silkimjúkur og glansandi. Berið hann fram með snittubrauðinu góða eða kaldhefaða brauðinu.

Punktar

Það er líka í góðu lagi að henda í þennan ost að morgni til ef þið ætlið að hafa hann síðar um daginn, myndi þá láta hann standa í eins og alla vega 5 klst en það sleppur alveg.

Enn betra er að hafa líka grillaðar spænskar papríkur með en uppskriftina má finna hér.

 Ég mana ykkur til að prófa þennan ost.

Knús

María 

11 Athugasemdir
3

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

11 Athugasemdir

Hekla Guðmundsdóttir May 2, 2017 - 6:24 pm

Hlakka til að prófa 🙂 Takk æðislega fyrir þessa girnilegu uppskrift 🙂

Svara
maria May 4, 2017 - 1:24 pm

Það var lítið Hekla…verður gaman að heyra hvað þér fannst um ostinn 😉

Svara
Sandra May 2, 2017 - 8:40 pm

Er þetta osturinn úr afmælinu? Geggjaður!

Svara
maria May 4, 2017 - 1:23 pm

Já það passar þessi var í afmælinu 😉

Svara
Hulda May 2, 2017 - 9:38 pm

Ég hef prófað þennan hrikalega gódur. Flottar myndir af ferlinu hjá þér !

Svara
maria May 4, 2017 - 1:23 pm

Takk Hulda 🙂

Svara
Helga Fanney May 16, 2017 - 8:23 am

Sæl læturðu rjóma og skyr blönduna standa á borði yfir nótt?

Svara
maria May 17, 2017 - 8:48 pm

Já ég hef bæði látið það standa á borði eða bara í ísskáp 🙂

Svara
Rakel June 20, 2019 - 1:51 am

Svo gott inní döðlur og hráskinku !!

Svara
maria June 24, 2019 - 12:38 pm

Já hefurðu smakkað það hérna hjá mér ? Hef oft gert það en man ekki eftir að hafa leyft þér að smakka 🙂 En já það er sko geggjað <3

Svara
Leksands hrökkbrauð með gourmet áleggi September 12, 2019 - 11:14 am

[…] 2: Leksands hrökkbrauð, hvítlauksrjómaostur (uppskrift af heimagerðum hér, annars bara keyptur), klettasalat, hráskinka, ferskar fíkjur. Raðið í upptalinni röð og […]

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here