Grillaðar paprikur á spænskan máta

höf: maria

Þegar ég fer í Gourmet búð eða bakarí sem selur grillaðar paprikur í krukku þá blöskrar mér alltaf verðið sem er sett á þær. Það er hægt að gera grillaðar paprikur svo miklu betri og ódýrari heima á mjög einfaldan máta.

Grillaðar paprikur kallast á Spáni Pimiento frito og er þetta mikið borðað þaðan sem ég er ættuð, í Andaluciu á Suður-Spáni. Papríkurnar má borða sem álegg ofan á brauð eða sem meðlæti.

Þessi uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá okkur mæðgunum, mér og Gabríelu. Tita Paz  yfirleitt búin að elda heilu dollurnar af þessu þegar við komum til hennar þar sem hún veit hversu gott okkur finnst þetta.

Þetta er alveg svakalega gott með snittubrauði og hef ég haft þetta í veislum ásamt heimabakaða snittubrauðinu og hvítlauksrjómaostinum, en það er alveg geggjað saman, algjörlega fullkomið combo.

Einnig passar þetta fullkomlega með kaldhefaða brauðinu eða snakk/hrökkkexinu góða. Allt þetta má gera með afar lítillri fyrirhöfn og trúið mér það mun slá í gegn !!

Mér finnst alltaf svo gaman að bjóða upp á eitthvað nýtt þegar ég býð fólki heim og vera ekki alltaf með þessa venjulegu osta og kex eins og svo margir hafa.

Þegar ég býð upp á þetta þá er það öruggt að það slær í gegn. Ef þið trúið mér ekki, prófið þetta þá sjálf og þið munuð sannfærast.

Í þessa uppskrift þarf

 • 4-6 paprikur, grænar og rauðar
 • Ólífuolíu
 • Salt

Aðferð

 • Byrjið á að setja grillið í ofninum ykkar á mesta hita,(ekki hita ofninn heldur bara grillið, það er mjög mikilvægt). setjið svo ofnskúffu í botninn með bökunarpappír ofan á

 • Setjið næst  paprikurnar á bökunargrind frekar ofarlega nálægt grillinu. Eftir smá stund byrjar húsið að ilma eins og þið séuð komin til Spánar.

 • Kíkið reglulega á papríkurnar en þær eiga að brenna eða mynda svarta húð eins og þið sjáið hér á myndinni fyrir ofan. Ekki brenna þær alveg í gegn, bara ysta lag húðarinnar.
 • Þegar þær eru orðnar svartar allan hringinn þá má taka þær úr ofninum, og setja á álpappír með brauðbretti undir.

 • Hvolfið svo næst skál yfir og brettið álpappírnum upp á hliðarnar á skálinni til að gufann lokist inni. Leyfið svo paprikunum að kólna undir skálinni.

 • Næst er svo að taka skálina af og passa vel að safinn sem er búinn að leka úr papríkunum fari ekki til spillis. Hellið honum í skál því þar er mikið bragð sem má ekki fara til spillis.
 • Því næst er svo að hamflétta paprikuna eða taka af henni svörtu húðina sem losnar auðveldlega af, ef hún var kæld undir skálinni. Húðinni er hent í ruslið ásamt innvolsinu og stönglinum.

 • Svo er að rífa paprikurnar niður í strimla ofan í skálina með safanum.

 • Yfir þetta er svo hellt góðri ólífuolíu. Ekki nota aðra olíu en ólífu því þá kemur ekki þetta góða spænska bragð. Best er að nota extra virgin sem er vel græn á litinn. Svo er síðasta skrefið að salta vel yfir með borðsalti.

Svo læt ég uppskriftina inn hér líka ef þið viljið prenta út

Grillaðar paprikur á spænskan máta

Þegar ég fer í Gourmet búð eða bakarí sem selur grillaðar paprikur í krukku þá blöskrar mér alltaf verðið sem er sett… Aðalréttir Grillaðar paprikur á spænskan máta European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 4-6 paprikur, grænar og rauðar
 • Ólífuolíu
 • Salt

Aðferð

 1. Byrjið á að setja grillið í ofninum ykkar á mesta hita,(ekki hita ofninn heldur bara grillið, það er mjög mikilvægt). setjið svo ofnskúffu í botninn með bökunarpappír ofan á
 2. Setjið næst  paprikurnar á bökunargrind frekar ofarlega nálægt grillinu. Eftir smá stund byrjar húsið að ilma eins og þið séuð komin til Spánar. 
 3. Kíkið reglulega á papríkurnar en þær eiga að brenna eða mynda svarta húð eins og þið sjáið hér á myndinni fyrir ofan. Ekki brenna þær alveg í gegn, bara ysta lag húðarinnar.
 4. Þegar þær eru orðnar svartar allan hringinn þá má taka þær úr ofninum, og setja á álpappír með brauðbretti undir.
 5. Hvolfið svo næst skál yfir og brettið álpappírnum upp á hliðarnar á skálinni til að gufann lokist inni. Leyfið svo paprikunum að kólna undir skálinni.
 6. Næst er svo að taka skálina af og passa vel að safinn sem er búinn að leka úr papríkunum fari ekki til spillis. Hellið honum í skál því þar er mikið bragð sem má ekki fara til spillis.
 7. Því næst er svo að hamflétta paprikuna eða taka af henni svörtu húðina sem losnar auðveldlega af, ef hún var kæld undir skálinni. Húðinni er hent í ruslið ásamt innvolsinu og stönglinum.
 8. Svo er að rífa paprikurnar niður í strimla ofan í skálina með safanum.
 9. Yfir þetta er svo hellt góðri ólífuolíu. Ekki nota aðra olíu en ólífu því þá kemur ekki þetta góða spænska bragð. Best er að nota extra virgin sem er vel græn á litinn. Svo er síðasta skrefið að salta vel yfir með borðsalti.

Punktar

Ég get ekki lýst því hvað þetta er gott, bragðið af paprikunum verður sætt þegar þær grillast sem myndar svo gott mótvægi á móti söltum hvítlauksostinum. Papríkurnar eru líka mjög góðar bara beint á baguette brauð án nokkurs annars, eða með góðum pulsum eins og salami eða chorizo. Einnig eru þær góðar með hráskinku og brauði. Ekki vera feimin við að prufa þetta því þetta er ekkert mál að gera og virkar kannski mun flóknara en það er. Þið eiginlega bara megið ekki missa af þessu.

Takk fyrir mig

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

1 Athugasemd

Leksands hrökkbrauð með gourmet áleggi September 13, 2019 - 11:02 am

[…] 2: Leksands hrökkbrauð, kotasæla, grilluð paprika (keypt eða heimagerð uppskrift hér), ristaðar muldnar möndlur. Setjið á kexið í upptalinni röð og toppið með ristuðum […]

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here