Kaldhefað brauð… auðveldasta brauð í heimi

höf: maria

Árið 2013 ákváðum við Raggi að prufa að flytja út á land, því það átti að vera svo rosalega hollt og gaman. Urðu Egilsstaðir fyrir valinu þar sem Raggi fékk vinnu þar.

Þegar á staðinn var komið og við byrjuð að búa þar fékk ég, malbikarskvísan, vægast sagt menningarsjokk. Þar var mjög lítið við að vera og var veturinn mjög erfiður.

Ég entist ekki í meira en 10 mánuði út á landi en búsetan á Egilsstöðum var samt ekki alslæm.  Ég var í mömmuklúbb sem var mjög skemmtilegur.  

Einnig eignaðist ég kæra vinkonu sem er hvorki meira né minna en bæjarstjórafrúin sjálf. Hún tók okkur opnum örmum og tók mig algjörlega að sér þann tíma sem ég bjó þarna.

Þessa frábæru uppskrift fékk ég einmitt hjá Sigrúnu bæjarstjórafrú, en Sigrún er algjör höfðingi heim að sækja og allt sem hún eldar og bakar er svo svakalega gott.

Þetta brauð er ég búin að baka örugglega miljón sinnum eftir að ég flutti í bæinn en það er svo fáranlega auðvelt að það er auðveldara en að hræra í hafragraut.

Brauðið þarf að gera um kvöld og eru aðeins 4 hráefni í því. Það vill ekki láta hnoða sig, né hafa of mikið fyrir sér svo það er alveg ferlega þægilegt í bakstri, auk þess að vera sjúklega gott.

Brauðið er bilað gott með hvítlauksostinum en uppskirftina af honum má finna hér og grilluðu papríkum sem þið finnið uppskrift af hér

Kaldhefað brauð... auðveldasta brauð í heimi

Árið 2013 ákváðum við Raggi að prufa að flytja út á land, því það átti að vera svo rosalega hollt og gaman.… Bakstur Kaldhefað brauð… auðveldasta brauð í heimi European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 600 gr korn, hvaða korn sem er (ég nota oftast hvítt hveiti en hef líka notað spelt og einnig blandað saman spelti og hveiti)
  • 1 tsk borðsalt
  • 1 bréf þurrger
  • 5 dl volgt vatn
  • Ef ég vil gera brauðið meira Gourmet þá er hægt að setja eitthvað gott útí, t.d. sólblómafræ eða annars konar fræ, fetaost og ólífur, sólþurrkaða tómata eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
  • Í þessari uppskrift bætti ég svörtum og grænum ólífum við og fetaosti.

Aðferð

  1. Öllum þurrefnum er blandað saman í skál og hrært saman með matskeið eða sleif.
  2. Ef þið ætlið að setja eitthvað útí brauðið þarf að gera það á þessu stigi og hræra vel við þurrefnin.
  3. Svo er 5 dl af ilvolgu vatni bætt við og hrært í skálinni með sleif. Það þarf ekki að hnoða deigið og það er líka allt í lagi að það sé ekkert alveg 100 % blandað saman.
  4. Reyna að hræra bara sem minnst en þannig að það blandist sem mest saman. Ef hrært er of mikið getur brauðið orðið seigt og þungt í sér.
  5. Svo er matarfilma sett yfir skálina og deigið sett í ísskáp þar sem það er látið standa yfir nóttina.
  6. Morgunin eða daginn eftir er deigið svo tekið út þegar það á að fara í ofninn.
  7. Ég set alltaf hring af bökunarformi á bökunarplötu með smjörpappír og svo er að hella bara deiginu ofan í hringinn. Ekkert hnoð hér heldur bara setja það ofan í og skiptir engu máli þá það sé ólögulegt.
  8. Það er ekki nauðsynlegt að hafa hringinn og má setja brauðið bara beint á plötu.
  9. Að lokum pennsla ég brauðið með góðri olíu og strái grófu salti yfir. Þannig verður skorpan stökk og fín og saltið gerir kraftaverk..
  10. Þetta er svo bakað í ofni á 180-190 C°hita (blástur) í 40-50 mín
  11. Stingið hníf í mitt brauðið þegar það er að verða til, ef það kemur klíningur á hnífinn hafið það þá lengur inni og endurtakið með hnífinn þar til það kemur ekkert á hann.

Punktar

Hér getið þið leikið ykkur með brauðið eins og þið viljið. Stundum set ég ekkert annað en pasta rossa krydd og vel af því út í deigið og það kemur rosalega gott brauð úr því. Hnetur, fræ, krydd, ostar bara hvað sem ykkur dettur í hug er hægt að nota út í þetta dásamlega brauð. Einnig ef þið ætlið að hafa brauðið sem dæmi með kvöldmatnum þá má líka alveg skella í það að morgni til og láta það standa í ísskáp yfir daginn eða í c.a 6 tíma.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Hekla Guðmundsdóttir June 4, 2017 - 8:00 am

Rosalega gaman að lesa þetta. Þú góð að fara bara út að veiða 🙂 Takk fyrir uppskriftina líka. Eitt annað, ekki áttu ráð við hvernig best sé að skipuleggja þvottahús þegar maður er með orma sem sóða út fötin sín eins og ég veit ekki hvað. Ég veit þú kannast örugglega eitthvað við það 🙂
Bestu kveðjur
Hekla 🙂

Svara
maria June 5, 2017 - 10:32 am

Hæ Hekla og takk fyrir það.
Mér fannst þessi spurning svo fyndin þegar ég las hana þar sem ég bölva hér þvottahúsinu mínu og þvottum nánast daglega 🙂 Ég er að drukkna í þvottum og finnst ég stundum ekki eiga líf fyrir þvottastandi, auk þess að þvottahúsið mitt er eina herbergið í húsinu sem hefur ekki verið tekið í gegn og er maðurinn minn mjög duglegur að henda öllum verkfærum og dóti sem hann hefur verið að nota þar inn. Svo svarið eins og er er eiginlega að ég get ekki mikið hjálpað í þessum efnum…..eins og er. Hins vegar er næsta mál á dagskrá að taka þvottahúsið í gegn og skipuleggja það og þá verður sko hent inn færslu um það. Endilega fylgstu með 🙂
knús María

Svara
Kristin April 26, 2018 - 2:09 pm

Èg hef gert kaldhefada braudid nokkrum sinnum og alltaf jafn gott! En mà frysta tilbùid deig??? Èg gerdi nefnilega deig en þarf svo ekki à braudinu ad halda fyrr en eftir 3 sòlarhringa??? Kv. Kristin

Svara
maria May 3, 2018 - 9:13 pm

Hæ Kristín

Nú er ég bara ekki viss með það, eina leiðin til að komast að því er bara að prófa að frysta og sjá 🙂

Ef þú gerir það endilega leyfðu mér að heyra hvort það hafi tekist

kv María

Svara
Regína Bettý Hansdóttit September 1, 2022 - 9:52 pm

Hef verið að baka brauðið kaldhefað alltaf mjög gott. Á morgun baka ég það með marzípani & súkkulaði 😃 Kv Regína

Svara
maria September 8, 2022 - 5:28 pm

jiii en gaman að heyra hvernig kom það út ?

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here