Dásamlega skemmtilegir útigallar á börnin

höf: maria

Í vor gerði ég skemmtilega og sæta færslu um Sólrós verslunina þar sem börnin fengu svo falleg föt frá versluninni, sjá hér.

Ég fékk þá þær fréttir að von væri á geggjuðum útigöllum í verslunina nú í haust sem væru í alls kyns dýraútgáfum m.a pöndu galli.

Þar sem Alba er forfallin pöndustelpa var ekki að spyrja að því en að kaupa einn slíkan þegar hann kæmi í hús, og taldi Alba niður í að sumarið yrði búið svo hún fengi gallann.

Þvílík gleði þegar ég fór og keypti gallan á hana, hún gjörsamlega elskar gallann sinn enda með eindæmum mjúkur og þægilegur að vera í.

Gallinn er ekki þykkur og óþjáll eins og vill stundum vera með útigalla en samt sem áður er hann rosalega hlýr enda með 10.000 mm í vatnsvörn og með vatnsheldum rennilás svo ekkert ætti að blása né blotna í gegn.

Gallinn er með stroff á höndum þar sem er gat fyrir þumal og teygju sem fer undir skóna. Einnig er hann umhverfisvænn en það frábæra við hann er að hann er gerður úr endurunnum plastflöskum.

Hettan er líka stór og góð en hún er ætluð til að fara yfir hjálm ef farið er á skíði sem dæmi eða bara ef veður leyfir til að fara að hjóla.

Gallinn kemur í skemmtilegri gjafaöskju sem inniheldur límmiðabók og fjölnota poka sem er fullkominn undir gallan til að taka með á leikskólann.

Og nú í Covid ástandinu er hægt að fá grímu í stíl við sem krakkarnir ættu að elska. Hér getið þið séð allt úrvalið af göllunum en hann er m.a hægt að fá sem ljón, kanínu, einhyrning svo fátt eitt sé nefnt.

Alba er í skýjunum með gallann sinn og fannst ekki leiðinlegt að láta mynda sig í honum en nú leyfi ég myndunum að tala og mæli ég 100 % með þessum frábæru göllum frá Dinoski á krílin.

Stór og rúmgóð hetta.
Vatnsheldir rennilásar sem hleypa engu í gegn.
Einstaklega liprir og mjúkir til að leika í.
Sátt lítil pöndustelpa

Hægt er að kaupa gallana í versluninni Sólrós í Bæjarlind 14-16 og einnig hægt að panta í vefverslun hér.

Knús

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd